LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Gerði Gistiheimili

- Gerum tilboð
- Náttúruperlur
- Um 15 mínútna akstur á Jökulsárlón
- Sögustaðir
- Persónuleg þjónusta
- Jöklaferðir
- Hentar einstaklingum og hópum

Gistiheimilið Gerði Suðursveit er staðsett við rætur Vatnajökuls, mitt á milli Skaftafells og Hafnar í Hornafirði.

Gerði státar af einstakri sveitamumgjörð og býður upp á náttúrufegurð á heimsmælikvarða. Opið er allt árið um kring.

Á Gerði eru 38 herbergi, eins-, tveggja-, þriggja- og fjögura manna og boðið er upp á bæði uppábúið og svefnpokapláss. Öll herbergin eru með sér baðherbergi. Þráðlaust net er í aðalbyggingunni.

Þá er veitingastaður og matsalur á Gerði, sameiginlegar setustofur, gestamóttaka og bar. Boðið er upp á morgunmat og kvöldmat. Áhersla er lögð á að nota hráefni úr héraði.

Helstu kennileiti eru Vatnajökull og Jökulsárlón, sem er í um 13 km fjarlægð. Þá eru fjölmargar gönguleiðir á svæðinu. Stutt er í næstu hestaleigu og tæplega klukkustundar akstur á Höfn.

Fyrir þá sem vilja njóta þess að dveljast nálægt sjónum, undir stórbrotnum fjöllum með fallegu útsýni yfir Öræfajökul, heimsækja m.a. Jökulsárlón, þjóðgarðinn í Skaftafelli, og fara jafnvel í ferð upp á Vatnajökul, þá er Gerði gistiheimili góður og hagkvæmur kostur - Við höfum tekið á móti Íslendingum og erlendum ferðamönnum í um 30 ár og búum að ómetanlegri reynslu í ferðaþjónustu.

Þá vinnur Gerði gistiheimili náið með jöklafyrirtækinu Blue Iceland sem býður upp á jöklaferðir - jöklagöngur og ferðir í íshella á svæðinu kringum Breiðamerkurjökul. Gestir sem dvelja á Gerði fá afslátt hjá Blue Iceland.

Á Gerði er einnig rekið sauðfjárbú með um fimm hundruð fjár á fóðrun yfir veturinn.

Hjónin Björn og Þórey bjóða þig velkomin á Gerði.

Nánari upplýsingar má nálgast á gerdi.is, með þvi að hringja í síma 478-1905 eða senda okkur tölvupóst á info@gerdi.is .

Gerum tilboð.

Gerði Gistiheimili

Suðursveit

GPS punktar N64° 7' 43.936" W16° 0' 44.341"
Vefsíða gerdi.is
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Reykingar bannaðar Gönguleið Svefnpokapláss Hótel / gistiheimili Veitingastaður Eldunaraðstaða Aðgangur að interneti Handverk til sölu Tekið við greiðslukortum
Flokkar Gistiheimili

Gerði Gistiheimili - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Ice Lagoon ehf.
Bátaferðir
 • Uppsalir 1
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 860-9996
Niflheimar ehf.
Ferðasali dagsferða
 • Breiðabólsstaður
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 863-4733
Blue Iceland Suðursveit ehf.
Dagsferðir
 • Reynivellir
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 694-1200
Ice Explorers
Dagsferðir
 • Jökulsárlón
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 866-3490
Náttúra
14.36 km
Breiðamerkursandur

Við hliðina á Jökulsárlóni er staður sem færri kannast við,
Breiðamerkursandur. Hann saman stendur af sandbreiðum sem eru oft skreyttar með
ísjökum sem borist hafa með Jökulsá á Breiðamerkursandi að sjónum og skola svo
aftur upp á sandinn með öldunum. Ísjakarnir sem minna á demanta ásamt þokunni
sem leggst yfir ströndina skapa töfrandi andrúmsloft. Ís-demantarnir bjóða upp
á enn stórfenglegri sjón yfir vetrar mánuðina þegar sólin rís og baðar
ströndina fallegri lýsingu sem endurspeglast á ísjökunum. Að láta sig hafa
biðina í myrkrinu fyrir sólarupprás er vel þess virði, þrátt
fyrir nístingskulda íslensku
næturinnar. 

Náttúra
24.58 km
Fjallsárlón

Fjallsárlón er undurfagurt jökullón staðsett um 10 km vestur af Jökulsárlóni, á syðri brún Vatnajökuls. Fjallsjökull, brött jökultunga sem kemur niður frá Vatnajökli niður í lónið er friðsæll staður sem tilvalinn er til þess að njóta ósnortnar náttúru og til myndatöku. Á Fjallsárlóni er hægt að fara í bátaferðir og fá sér hressingu í matsölustaðnum í nágreninnu. 

Náttúra
15.78 km
Jökulsárlón

Fyrir 1950 rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli u.þ.b. 1½ km leið til sjávar. Síðan hefur jökullinn hörfað og sístækkandi lón myndast. Meðalrennsli árinnar er 250-300 m³/sek. og stórir ísjakar brotna af jökuljaðrinum og eru þeir á floti á vatninu. Lónið er feikidjúpt, a.m.k. 190 m. Áin styttist stöðugt vegna brimrofs og árið 1998 var hún varla meira en 500 m. Farvegur árinnar grefst stöðugt niður, þannig að það gætir sjávarfalla í lóninu. Það þýðir einfaldlega, að hlýrra vatn streymir inn í það á flóði og ísinn bráðnar mun hraðar en fyrrum. Bæði loðna og síld ganga inn í lónið og selurinn eltir ætið.

Víða má sjá æðarfugl syndandi milli jakanna. Það er ógleymanlegt að sigla með bátunum um lónið og virða fyrir sér litaskipti íssins og ótrúlegar höggmyndir náttúrunnar. Þar er rekin bátaútgerð fyrir ferðamenn og þar er lítið veitingahús. Áætlunarbifreiðar haf viðkomu við lónið á hverjum degi á sumrin, bæði í áætlun og dagsferðum tengdum Skálafellsjökli frá Höfn.

Jökulsárlón hefur verið hluti af Vatnajökulsþjóðgarði frá árinu 2017.

Aðrir

Smyrlabjörg sveitahótel
Hótel
 • Suðursveit
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 4781074
Frost restaurant
Veitingahús
 • Fjallsárlón
 • 785 Öræfi
 • 666-8006

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn