Flýtilyklar
Friðheimar
Matarupplifun
Í Friðheimum bjóðum við uppá einstaka matarupplifun, þar sem er borin fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar.
Gestirnir upplifa það einstaka að koma í miðjarðarhafsloftslagið sem er ríkjandi í gróðurhúsinu allt árið um kring og finna ilminn af tómatplöntunum á meðan þeir njóta umhverfisins og heimalagaðra veitinganna. Einnig er vinsælt að koma og skála í tómatsnafs í góðra vina hópi!
Hægt er að taka gómsætar minningar með sér heim úr litlu tómatbúðinni okkar þar sem eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi en þetta er allt framleitt á staðnum.
Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram í síma 486-8894 eða á fridheimar@fridheimar.is
Gróðurhúsaheimsókn og Hestasýning eða Heimsókn í hesthúsið
Einnig bjóðum við uppá Gróðurhúsaheimsókn þar sem farið er yfir hvernig hægt er að rækta grænmeti á Íslandi allt árið um kring með aðstoð náttúrunnar!
Hestasýning og Heimsókn í hesthúsið er í boði þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana.
Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu.
Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram í síma 486-8894 eða á fridheimar@fridheimar.is
Reykholt, Bláskógabyggð





Heimsókn í hesthúsið - frítt í júní
Toppaðu upplifunina í Friðheimum með heimsókn í hesthúsið!
Friðheimar bjóða matargestum upp á fríar hesthúsaheimsóknir kl. 13:00 alla virka daga í júní
Tekið er á móti gestum í hesthúsinu, sagt frá sögu og sérkennum íslenska hestsins og hann sýndur í reið. Gestir geta gengið um hesthúsið, klappað hestunum og tekið myndir. Hesthúsaheimsóknin hefst kl. 13:00 og tekur um 30 mínútur. Því er tilvalið að bóka borð á veitingastaðnum kl. 11:30 eða kl. 13:30.
Vinsamlegast bókið borð í síma 486-8894 eða í gegnum fridheimar@fridheimar.is

Matarupplifun í Friðheimum - fjölskyldutilboð
Hefur þú farið út að borða í gróðurhúsi?
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna til okkar í gróðurhúsið og viljum gera sérstaklega vel við börnin. Þar af leiðandi bjóðum við öllum börnum sex til þrettán ára tómatsúpuhlaðborðið á hálfvirði og börnum fimm ára og yngri bjóðum við súpuhlaðborðið frítt.
Tómatsúpan er okkar einkennisréttur og er hún borin fram á hlaðborði með nýbökuðu brauði ásamt smjöri, sýrðum rjóma, heimalöguðu gúrkusalsa og ferskri basilíku til að klippa út á. Kaffi og te fylgir með fyrir þá sem vilja.
Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá kl. 12:00 til 16:00
Vinsamlegast bókið borð fyrirfram í síma 486 8894 eða á fridheimar@fridheimar.is.
Friðheimar - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands