Flýtilyklar
Dyrhólaey Riding Tours
Til leigu eru sjö notaleg sumarhús með öllum þeim útbúnaði sem gera dvölina góða og þægilega. Húsin eru staðsett í kyrrlátu og fallegu umhverfi á Suðurlandi, nánar tiltekið í Mýrdalnum. Fjölmargar náttúruperlur er að finna í nágrenni húsanna eins og Dyrhólaey, Reynisdrangar og Eyjafjallajökull. Húsin eru staðsett í landi bæjarins Suður-Hvols sem er skammt frá Þjóðvegi 1. Stutt er í alla helstu þjónustu í Vík, eða um 15km og um 170 km eru til Reykjavíkur. Staðurinn er ekki síður fallegur að vetri til og eru þá Norðurljósin einstök upplifun þar sem þau sjást oft á tíðum mjög vel. Hestaleiga er á á bænum og er tilvalin afþreyfing að fara í reiðtúr niður í svarta fjöruna og ríða í áttina að Dyrhólaey.
Suður-Hvoll





Dyrhólaey Riding Tours - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Söfn
Icelandic Lava Show
Gönguferðir
Katlatrack
Dagsferðir
Zipline á Íslandi
Sundlaugar
Aðrir
- Ytri-Skógar 3
- 861 Hvolsvöllur
- 487-8832, 851-1995, 844-7132
- Ketilsstaðaskóli
- 871 Vík
- 486-1200
- Höfðabrekka
- 871 Vík
- 487-1208
- Ketilstaðaskóli
- 871 Vík
- 7737343
- Klettsvegur
- 870 Vík
- 694-1700, 861-2299
- Stórhöfði 33
- 110 Reykjavík
- 587-9999
- Suður-Foss
- 871 Vík
- 894-9422, 487-1494
- Smiðjuvegur 6
- 870 Vík
- 787-9605
- Ketilsstaðaskóli
- 871 Vík
- 897-7737
Náttúra
Sólheimajökull
Sólheimajökull er skriðjökull sem skríður frá norðvestanverðum Mýrdalsjökli. Jökullin er mjög næmur fyrir veðurfarsbreytingum og breytist jökulsporðurinn fljótt í kjölfar veðurbreytinga. Frá jöklinum rennur Jökulsá á Sólheimasandi, sem var ein mannskæðasta á landsins á fyrr öldum. Jökullinn er vinsæll viðkomustaður ferðamanna til að skoða fallegt umhverfi hans eða prófa jöklagöngu og ísklifur.
Miklar og örar breytingar hafa orðið á skriðjöklinum síðustu ár og eitt skýrt dæmi um það er hin aukna vegalengd sem stíga þarf til að nálgast jökulsporðinn.
Sólheimajökull hefur lengi verið rannóknarefni jöklafræðinga en jöklarannsóknir geta sagt okkur mikið um loftslag og loftslagsbreytingar í gegnum aldirnar, en jökulsaga Sólheimajökuls er um margt óvanaleg þegar borið er saman við aðra íslenska jökla.
Fyrir rúmum hundrað árum lá jökulsporður Sólheimajökuls töluvert framan við núverandi bílastæðin
Náttúra
Drangurinn í Drangshlíð
Drangurinn er mjög sérstök náttúrusmíð úr móbergi, þar sem hann stendur einn sér fyrir neðan bæina í Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Þjóðsagan segir að Grettir Ásmundsson hafi verið að sýna krafta sína og hrundið þessum kletti úr Hrútafelli og eftir standi skarðið sem er fyrir ofan Skarðshlíð. Undir þessum kletti eru hellar og skútar sem byggt hefur verið fyrir framan í gegnum aldirnar og standa þau flest enn. Þessi hús eru gott dæmi um fornmannahús, enda hafa þar verið tekin upp atriði og kvikmyndir eins og "Hrafninn flýgur". Drangurinn og næsta nágrenni hans er friðlýstur.
Náttúra
Reynisfjara, Reynisfjall og Reynisdrangar
Reynisfjall (340 m y.s.) stendur vestan Víkur í Mýrdal. Reynisfjall er móbergsfjall sem myndast hefur við eldgos undi rjökli á kuldaskeiði Ísaldar. Í Reynisfjalli má finna óregluleg lög móbergs, bólstrabergs ásamt stuðluðum innskotslögum og bergæðum. Hamrarnir eru þverhníptir en víða grónir hvönn og öðrum þroskamiklum gróðri.
Upp á Reynisfjall liggur akvegur sem hernámsliðið gerði upphaflega á heimsstyrjaldarárunum en var endurbættur seinna. Hann mun vera einn brattasti fjallvegur á Íslandi. Á Reynisfjalli var starfrækt lóranstöð um skeið. Sunnan í Reynisfjalli að vestan eru sérkennilegar stuðlabergsmyndanir og hellar, Hálsanefshellir. Ekið er að þeim suður Reynishverfi.
Reynisdrangar eru bergdrangar sem rísa 66 metra upp fyrir sjávarmál. Við Reynisfjöru er Hálsanefshellir ásamt mjög fögrum stuðlabergsmyndum. Gæta skal varúðar við Reynisfjöru þar sem öldurnar geta verið varasamar og auðveldlega gengið langt inn á land og hrifsað með sér fólk út á sjó.
Náttúra
Skógafoss
Skógafoss (60m) er talinn meðal fegurstu fossa landsins. Í Skógaá, ofan Skógafoss, eru a.m.k. 20 aðrir fossar, margir fallegir, og það er auðgengt meðfram ánni og gljúfrum hennar. Þrasi Þórólfsson var landnámsmaður að Skógum. Hann nam land milli Jökulsár og Kaldaklofsár og var sagður fróður og forn í lund.
Sagt er, að hann hafi fólgið gullkistu í helli bak við Skógafoss og að það glitri í gull Þrasa gegnum vatnsúðann, þegar sólin skín á fossinn. Margir hafa reynt að finna kistuna og einu sinni tókst að koma bandi á hring hennar, en aðeins hringurinn kom, þegar togað var í. Þessi hringur var notaður á kirkjuhurðina í Skógum og er nú meðal dýrgripa Skógasafns.
Náttúra
Dyrhólaey
Höfði (um 110 m y.s.) með þverhníptu standbergi í sjó fram, en aflíðandi brekka er landmegin. Suður úr Dyrhólaey gengur mjór klettatangi, Tóin. Gegnum hana er gat og geta bátar siglt gegnum það þegar sjór er ládauður. Lítilli flugvél hefur verið flogið í gegnum gatið. Af Dyrhólaey er mikil útsýn. Vesturhluti hennar, Háey, er úr móbergi en austurhlutinn úr grágrýti. Talið er að Dyrhólaey hafi myndast á hlýskeiði seint á ísöld við gos í sjó og hafi gosið hagað sér líkt og Surtseyjargosið. Viti var reistur á höfðanum 1910 en endurbyggður 1927. Dyrhólaey var friðlýst 1978. Útræði var áður frá Dyrhólaey en er löngu aflagt. Komið hefur til orða að gera höfn við Dyrhólaey og hafa verið gerðar þar frumrannsóknir. Norðan og austan við eyna er allstórt lón, Dyrhólaós, útfall gegnum Eiði er austan við eyjarhornið. Þegar útfallið teppist, sem stundum verður í stórbrimum, flæðir vatn yfir engjar og þarf þá stundum að moka ósinn út. Í sjónum úti fyrir Dyrhólaey eru nokkrir klettadrangar, Dyrhóladrangar. Bæði þar og í Dyrhólaeyjarbjargi er mikið af fugli og mikið varp. Hæstur þessara dranga er Háidrangur (56 m y.s.). Hjalti Jónsson kleif hann árið 1893 og þótti sýna við það mikla dirfsku og fræknleik. Dyrhólaey er gjarnan nefnd Portland af sjómönnum og breskir togarasjómenn nefndu hana Blow Hole. Byggðin norðvestur af Dyrhólaey nefnist Dyrhólahverfi.
Sýningar
Kötlusetur
Sýningar
Hafnleysa
Söfn
Icelandic Lava Show
Söfn
Byggðasafnið í Skógum
Aðrir
- Austurvegi 20
- 870 Vík
- 585-8522
Veitingahús
Smiðjan brugghús
Hótel
Hótel Kría
Hótel
Hótel Vík í Mýrdal
Veitingahús
Svarta fjaran Veitingahús
Veitingahús
Ströndin
Aðrir
- Vellir
- 871 Vík
- 4871312
- Víkurbraut 5
- 870 Vík
- 778-9717
- Drangshlíð 1, Austur-Eyjafjöllum, Rang.
- 861 Hvolsvöllur
- 4878868, 568-8869
- Fagridalur
- 871 Vík
- 487-1105, 893-7205
- Víkurbraut 28
- 870 Vík
- 487-1202, 847-8844
- Ytri Skógar
- 861 Hvolsvöllur
- 487-8843
- Ytri Skógar
- 861 Hvolsvöllur
- 487-4880, 487-8843
- Austurvegur 7
- 870 Vík
- 487-1400, 866-7580
- Víkurbraut 26
- 870 Vík
- 467-1212
- Höfðabrekka
- 871 Vík
- 487-1208
- Suðurvíkurvegur 1
- 870 Vík
- 487-1515, 8642959