Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Brunnhóll4 stjörnur

Brunnhóll er gisthús og veitingastaður sem er staðsettur á besta stað undir Vatnajökli og útsýn til jökulsins því stórkostleg. Við erum staðsett um 30 km frá Höfn í Hornafirði í áttina að Skaftafelli.

Brunnhóll er fjölskylduvænn staður og við leggjum okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu.

Gistiheimilið er með rúm fyrir meira en 60 manns og flest herbergin eru með sér baðherbergi. Hægt er að fá bæði morgunmat og hádegismat á staðnum.

Leitast er við að bjóða upp á afurðir sem framleiddar eru á býlinu eða í næsta nágrenni, hvort heldur eru mjólkurafurðir, kjöt, grænmeti eða fiskur. Lögð er áhersla á að hafa ávallt heimabakað brauð á boðstólum og nýbakaðar skonsur og rabbarbarasulta eru einn af föstum liðum á morgunverðarborðinu. Sérstaklega viljum við minna á heimalagaða rjómaísinn Jöklaís, sem framleiddur er og seldur á býlinu.Víðsýnt er úr veitingasalnum. Salurinn er tvískiptur og tekur hann um 40+ manns í sæti. Opið er út á skjólgóða verönd þar sem hægt er að njóta stórbrotinnar náttúru og útsýnis um leið og hvers konar veitinga.

Á næsta bæ, Árbæ býr svo næsta kynslóð ásamt fjölda húsdýra og má þar nefna kýr, hestar, hundar og kettir. Gestir geta heimsótt Árbæ og fengið innsýn í daglega störf bænda og þeirra vinnuhætti ásamt því að fræðast um aðstæður á svæðinu.

Brunnhóll

Mýrar

GPS punktar N64° 17' 31.913" W15° 26' 21.464"
Sími

478-1029

Fax

478-1079

Vefsíða www.brunnholl.is
Gisting 20 Herbergi / 42 Rúm
Opnunartími 15/01 - 31/10
Þjónusta Áningarstaður Opið á sumrin Green Globe - viðmið Aðild að SAF Reykingar bannaðar Athyglisverður staður Athyglisverður staður Gönguleið Apótek Sorpgámar Fuglaskoðun Útsýni með hringsjá Svefnpokapláss Hótel / gistiheimili Bensínstöð Veitingastaður Sundlaug Eldunaraðstaða Aðgangur að interneti Golfvöllur Handverk til sölu Banki Kirkja Heilsugæsla Tekið við greiðslukortum Bar

Brunnhóll - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Must Visit Iceland ehf.
Ferðaskipuleggjendur
  • Uppsalir 1
  • 781 Höfn í Hornafirði
  • 860-9996
Árnanes - ferðaþjónusta
Bændagisting
  • Árnanes
  • 781 Höfn í Hornafirði
  • 478-1550, 896-6412

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn