Flýtilyklar
Sundlaugin Árnesi
Árnes
Sundlaugin Árnesi - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Hótel
Fosshótel Hekla
Gistiheimili
Gistiheimilið Saga
Íbúðir
Heima Holiday Homes
Hótel
Icelandair hótel Flúðir
Tjaldsvæði
Riding Tours South Iceland ehf.
Gistiheimili
Skálholtsstaður
Gistiheimili
Efra-Sel Hostel
Bændagisting
Vorsabær 2
Aðrir
- Hvammsvegur
- 845 Flúðir
- 853-3033
- Launrétt 1
- 806 Selfoss
- 898-8779
- Austurbyggð 3
- 801 Selfoss
- -
- Austurbyggð 3
- 801 Selfoss
- -
- Holtabyggð 110
- 845 Flúðir
- -
- Húsatóftir 2a
- 801 Selfoss
- 486-5616, 895-0066
- Birkikinn
- 801 Selfoss
- 892-0626
- Gnúpverjahreppur
- 801 Selfoss
- 893-8889
- Dalbær III
- 845 Flúðir
- 7863048, 486-4472
- Vestra Geldingaholt
- 801 Selfoss
- Skálholt
- 806 Selfoss
- 899-3093
- Steinsholt 2
- 801 Selfoss
- 486-6069, 863-8270, 847-7627
- Skeiða- og Gnúpverjahreppur
- 801 Selfoss
- 663-4666, 823-3999, 486-5518
- Auðsholt 2
- 845 Flúðir
- 895-8978
- Hrunamannahreppur
- 845 Flúðir
- 486-6535
- Holtabyggð 110
- 845 Flúðir
- -
- Skarð
- 801 Selfoss
- 8635518
- Álftröð
- 804 Selfoss
- 5666246
- Klettar
- 801 Selfoss
- Holtabyggð 110
- 845 Flúðir
- 868-5751
- Skyggnir
- 846 Flúðir
- 8439172
- Grund
- 845 Flúðir
- 5659196, 896-1286, 896-7394
- Hrunamannavegur 3
- 845 Flúðir
- 861-1819
- Holtabyggð 110
- 845 Flúðir
- -
- Fossnes
- 801 Selfoss
- 486-6079
- Blesastaðir 3
- 801 Selfoss
- 663-4666 , 823-3999
- Ásólfsstaðir 1
- 804 Selfoss
- 893-8889
- Laugarás, Bláskógabyggð
- 801 Selfoss
- 7797762
- Efra-Sel
- 845 Flúðir
- 661-5935 , 846-9321
- Árnes, Skeiða- og Gnúpverjahreppur
- 801 Selfoss
- 486-6115
Náttúra
Hjálparfoss
Hjálparfoss er tvöfaldur foss neðst í Fossá í Þjórsárdal, rétt áður en hún sameinast Þjórsá. Svæðið umhverfis hann heitir Hjálp og er tiltölulega gróið. Það ber þó merki um stöðugar ásóknir Heklu gömlu í gegnum aldirnar.
Blágrýtismyndarnirnar umhverfis fossinn eru fallegur rammi um hvítfyssandi vatnið. Nafnið Hjálp varð til í munni þeirra, sem komu úr erfiðum ferðum yfir Sprengisand og fundu þar snapir fyrir hestana. Landsvirkjun hefur látið græða mikið land í Þjórsárdalnum og ekki sízt vestan Sámstaðamúla.
Dýralíf
Þjórsárdalsskógur
Náttúrleg umgjörð skógarins fylgir fjölbreyttu landslagi þar sem mætast miklar andstæður, allt frá blómlegum skógum að ógrónum öskuflákum úr Heklu. Skógurinn er að mestu birkikjarr, auk blandskóga af greni, furu og lerki. Kjörinn staður til útivistar, enda er í skóginum fjöldi merktra og ómerktra stíga og skógarvega.
Þjórsárdalsskógur liggur vestan við þjóðveg 32 þar sem hann sveigir til austurs í átt að Búrfellsvirkjun. Hægt er að komast í skóginn af afleggjaranum að Ásólfsstöðum og einnig um göngubrú yfir Sandá spölkorn innar í dalnum. Tjaldsvæðið í Þjórsárdal er þar á milli og er vel merkt.
Í Þjórsárdal teygir skógur sig langt upp í hlíðar, landslag er fagurt, fjölbreytt og sannkallaður ævintýrabragur er á því. Í skóginum eru fjölmargir merktir og ómerktir stígar og slóðar til umferðar fyrir ferðalanga og göngugarpa, ár til að sulla í og hraun til að skoða. Á svæðinu eru stígar færir hjólastólum, góð tjaldstæði og sundlaug er í Árnesi um 15 kílómetrum neðar í sveitinni.
Heimild: skoraekt.is
Náttúra
Háifoss
Háifoss í Fossá í Þjórsárdal er 122 m hár, annar hæsti foss landsins. Lengi vel var fossinn nafnlaus, en árið 1912 tók Dr. Helgi Pétursson jarðfræðingur sig til og nefndi hann. Rétt austan Háafoss er annar litlu lægri, Granni. Léttasta leiðin að fossinum er frá línuveginum milli Tungufells og Sandafells. Þaðan þarf aðeins að ganga stuttan spöl niður í mót, en fara verður gætilega á brúnum gilsins.
Saga og menning
Skálholt
Bær, kirkjustaður, prests- og skólasetur og fyrrum setur biskupa í Skálholtsbiskupsdæmi. Þar er jarðhiti og heitir þar Þorlákshver. Skálholt er einn merkastur sögustaður á Íslandi, næst Þingvöllum. Kristni á Íslandi hefur verið knýtt fastari böndum við Skálholt en nokkurn annan stað. Sonur landnámsmannsins í Grímsnesi og Biskupstungum, Teitur Ketilbjarnarson, byggði fyrstur bæ í Skálholti. Sonur hans var Gissur hvíti sem kom með kristni til Íslands og átti einna veigamestan þátt í kristnitöku landsmanna. Hans son, Ísleifur, varð fyrstur biskup á Íslandi 1056 og sat í Skálholti. Kirkja var reist á staðnum og jörðin gefin undir biskupssetur. Kvað gefandinn svo á, að þar skyldi vera biskupssetur meðan kristni héldist í landinu. Sá hét líka Gissur, Ísleifsson, biskups. Hann er talinn hafa verið einhver glæsilegasti kirkjuhöfðingi á Íslandi fyrr og síðar. Hann kom á tíundarlögum á Íslandi árið 1097. Annar biskupinn með Gissurarnafni í Skálholti, sem verulega kemur við sögu staðarins, er Gissur Einarsson (1512-1548). Hann varð fyrstur biskup í lútherskum sið á Íslandi.
Skálholtsbiskupar urðu alls 44, 31 kaþólskur og 13 lútherstrúar á árunum 1056-1801.
Margir merkir atburðir hafa gerst í Skálholti, sumri hverjir þeir örlagaríkustu í sögu lands og þjóðar. Í Skálholti réðust íslenskir bændur oftar en einu sinni að erlendum valdsmönnum og ræningjum og drápu þá, þar á meðal erlendan biskup, Jón Gerreksson, sem sat þar á biskupsstóli. Honum stungu Íslendingar í poka og drekktu í Brúará, árið 1433.
Árið 1550 var síðasti kaþólski biskupinn á Hólum, Jón Arason, fluttur fanginn til Skálholts og hálshöggvinn þar ásamt sonum sínum.
Í Skálholti voru um aldir mikil fræðistörf unnin. Þar var prentsmiðja um skeið á seinni hluta 17. aldar og í henni fyrst fornrit prentuð á Íslandi. Í Skálholti var unnið að fyrstu bókinni sem prentuð var á íslensku. Það var Nýja testamentið þýtt af Oddi Gottskálkssyni og prentað 1540. Brynjólfur Sveinsson (biskup 1639-1674) var mikill unnandi íslenskra fræða og safnaði dýrmætum handritum og sendi þau konungi til Kaupmannahafnar, sem þá var höfuðborg Íslands. Annar Skálholtsbiskup varð frægur fyrir fræðistörf sín, Finnur Jónsson sem skrifaði Kirkjusögu Íslands í fjórum miklum bindum, hið gagnmerkasta sagnfræðirit. Í Skálholti sat á þriðja áratug Jón Vídalín sem talinn er hafa verið einn mestur og mælskastur kennimanna á Íslandi fyrr og síðar.
Í Skálholti voru um aldir mikil fræðistörf unnin. Þar var prentsmiðja um skeið á seinni hluta 17. aldar og í henni fyrst fornrit prentuð á Íslandi. Í Skálholti var unnið að fyrstu bókinni sem prentuð var á íslensku. Það var Nýja testamentið þýtt af Oddi Gottskálkssyni og prentað 1540. Brynjólfur Sveinsson (biskup 1639-1674) var mikill unnandi íslenskra fræða og safnaði dýrmætum handritum og sendi þau konungi til Kaupmannahafnar, sem þá var höfuðborg Íslands. Annar Skálholtsbiskup varð frægur fyrir fræðistörf sín, Finnur Jónsson sem skrifaði Kirkjusögu Íslands í fjórum miklum bindum, hið gagnmerkasta sagnfræðirit. Í Skálholti sat á þriðja áratug Jón Vídalín sem talinn er hafa verið einn mestur og mælskastur kennimanna á Íslandi fyrr og síðar.
Náttúra
Þjórsárdalur
Þjórsárdalur liggur á milli Búrfells við Þjórsá í austri og Skriðufells í vestri. Dalurinn er nokkuð sléttlendur og vikurborinn eftir endurtekin eldgos í Heklu. Merkisstaðir í Þjórsárdal eru t.d. Stöng, Gjáin, Háifoss, Þjóðveldisbærinn og Vegghamrar.
Náttúrufar
Þjórsárdalur skiptist í tvo dalbotna um Rauðukamba, þar sem Fossá rennur í austari dalbotninum og Bergólfsstaðaá (framar Sandá) í hinum vestari. Innst í báðum dölum er Fossalda, en austan við Fossá er Stangarfell. Næsta fjall til suðvesturs er Skeljafell, þar næst Sámsstaðamúli og loks Búrfell. Þjórsá lokar dalnum til suðurs. Vestan við Fossöldu eru Flóamannafjöll, næst Dímon, Selhöfði, svo Skriðufell og Ásólfsstaðafjall. Undir Hagafjalli eru höfðarnir Bringa og Gaukshöfði og er oft talað um að Þjórsárdalur opnist við þann síðarnefnda.
Inn í dalkróknum hjá Ásólfsstöðum og Skriðufelli er mikill skógur, bæði frá náttúrunnar hendi og Skógrækt ríkisins. Þetta er gróðursælasta svæði Þjórsárdals, ásamt Búrfellsskógi. Þó hefur Landgræðsla ríkisins staðið fyrir landgræðslu á vikrunum svokölluðu, meðal annars með lúpínu og
grastegundum. Vestan Fossár hafa vikrarnir líka verið græddir upp, mest innan afréttargirðingar Gnúpverja, en þar eru ólíkar grastegundir. Framar er meira um melgresi. Í kringum Búrfellsvirkjun og Þjóðveldisbæinn hefur Landsvirkjun grætt landið upp og er þar meðal annars golfvöllur.
Í Gjánni og á Kjóaflöt er gróðursælt, og er einstaklega friðsælt í Gjánni þar sem Rauðá leikur sér um hamra í gljúfrinu. Þar er mikið hvannastóð í kringum uppspretturnar, einnig margar tegundir mosa og grasa. Á eyrum Bergólfsstaðaár er nú verið að græða upp með grasi, en hægt er að segja að landið sé gróðursnautt allt frá dalbotni fram að þjóðvegi 32, en þar taka lúpínubreiður við.
Áhugaverðir staðir
Á Stöng í Þjórsárdal bjó Gaukur Trandilsson á 10. öld. Bærinn er talinn hafa farið í eyði árið 1104 eftir mikið öskugos í Heklu. Þá er talið að byggð í Þjórsárdal hafi alveg lagst af, jafnt á Stöng, Skeljastöðum, sem var framar í dalnum, og fjölda annarra bæja. Árið 1939 var Stangarbærinn grafinn upp og byggt yfir hann svo fólk geti áttað sig á búsháttum frá þeim tíma.
Í tilefni af 1100 ára afmæli byggðar á Íslandi 1974 var ákveðið að byggja Þjóðveldisbæinn undir Sámsstaðamúla. Fyrirmynd Þjóðveldisbæjarins eru rústir af fyrrum höfuðbýlinu Stöng í Þjórsárdal.
Þjóðveldisbærinn ber vitni um að húsakynni forfeðra okkar voru ekki ómerkilegir moldarkofar heldur vandaðar og glæsilegar byggingar. Enginn Íslendingur ætti að láta tækifæri til að upplifa fortíð sína fram hjá sér fara.
Háifoss í Fossá er 122 m hár, annar hæsti foss landsins. Allt fram undir aldamótin 1900 var fossinn nafnlaus, en þá tók Dr. Helgi Pétursson sig til og nefndi hann. Rétt austan Háafoss er annar litlu lægri, Granni. Auðveldasta leið að fossinum er frá línuveginum milli Tungufells og Sandafells að útsýnispalli sem er við fossinn. Þaðan þarf aðeins að ganga stuttan spöl niður í mót, en fara verður gætilega á brúnum gilsins.
Hjálparfoss er tvöfaldur foss neðst í Fossá í Þjórsárdal, rétt áður en hún sameinast Þjórsá. Svæðið umhverfis hann heitir Hjálp og er tiltölulega gróið. Það ber þó merki um stöðugar ásóknir Heklu gömlu í gegnum aldirnar. Blágrýtismyndarnirnar umhverfis fossinn eru fallegur rammi um hvítfyssandi vatnið. Nafnið Hjálp varð til í munni þeirra, sem komu úr erfiðum ferðum yfir Sprengisand og fundu þar snapir fyrir hestana.
Vegghamrar eru berghamrar miðja vegu milli Hallslautar og Rauðukamba. Undir þeim liggur hin forna Sprengisandsleið, og ríða fjallmenn Flóa, Skeiða- og Gnúpverja hér um á leið sinni til leitir að hausti. Það er siður þeirra að senda nýliða hópsins til að setja stein í vörðu sem stendur í syllu einni þar.