Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fiska- og Náttúrugripasafnið Sæheimar

Lifandi sjávardýr

Í Fiskasafninu eru 12 sjóker með fjölda lifandi fiska og annarra sjávarlífvera. Í kerjunum er 7°C heitur sjór sem dælt er úr 30m djúpri borholu skammt frá safninu. í safninu er jafnan að finna marga af helstu nytjafiskum, sem veiðast við Ísland auk krabba, sæfífla, krossfiska, ígulkerja, kolkrabba og skeldýra.

Spennandi fyrir krakkana

Í Fiskasafninu er snertibúr með kröbbum, krossfiskum, ígulkerjum og sprettfiskum sem gaman er að skoða og handfjatla.

Fuglasafn

Í fuglasafninu eru flestir íslenskra varpfugla uppsettir ásamt fjölda flækingsfugla auk uppstoppaðra krabba og fiska. Í fuglasalnum eru einnig egg nær allra íslenskra varpfugla svo og skordýrasafn.

Steinasafn

Í steinasalnum er eitt merkasta skrautsteinasafn landsins. Safnið er gjöf hjónanna Unnar Pálsdóttur og Sveins Guðmundssonar. Þar er að finna flestar þær steinategundir sem finnast á Íslandi.

Pysjueftirlit

Á haustin fara börn í Vestmannaeyjum á kreik og bjarga pysjum sem hafa flogið að ljósunum í bænum. Þau koma með pysjurnar í safnið þar sem þær eru vigtaðar og mældar. Þennan tíma er rekið pysjuhótel á safninu fyrir litlar og dúnaðar pysjur.

Opnunartími Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar:
1. maí - 30. september: 10:00-17:00 10:00-17:00 10:00-17:00
1. október - 30. apríl: - 13:00-16:00 -
Einnig opið eftir samkomulagi.

Fiska- og Náttúrugripasafnið Sæheimar

Heiðarvegur 12

GPS punktar N63° 26' 28.178" W20° 16' 33.796"
Vefsíða www.saeheimar.is
Opnunartími Allt árið

Fiska- og Náttúrugripasafnið Sæheimar - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbbur Vestmannaeyja
Golfvellir
 • Torfmýravegur
 • 902 Vestmannaeyjar
 • 481-2363
H-Göngur
Ferðaskipuleggjendur
 • Flatir 16
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 859-3559
24seven ehf.
Bókunarþjónusta
 • Faxastígur 9
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 534-4700
Lyngfell hestaleiga - Ása Birgisdóttir
Ferðaskipuleggjendur
 • Lyngfell
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 898-1809
Viking Tours
Ferðaskipuleggjendur
 • Suðurgerði 4
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 488-4884
Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses.
Ferðaskipuleggjendur
 • Strandvegur 50
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 481-1111
Eyjavespur
Bílaleigur
 • Höfðavegur 16
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 481-1230
Náttúra
2.69 km
Eldfell

Eldfjall á Heimaey skammt fyrir austan Helgafell, um 200 m á hæð. Eldfell myndaðist í gosinu er hófst 23. janúar 1973 og stóð til 26. júní sama ár. Talið er að heildarmagn gosefna hafi verið um 250 millj. m³. Heimaey stækkaði um 2,1 km². Eftir að gosinu lauk hófst hreinsun bæjarins og mun um 2,2 millj. m³ af gosgjalli og um 200 þús. tonn af hraungrjóti hafa verið flutt burt. Nýja hraunið og Eldfell eru um 3,2 km². Í gosinu rann hraunið yfir austurhluta bæjarins og grófust um 400 hús undir ösku og hraun en önnur 400 skemmdust að meira eða minna leyti, um 60% allra húsa bæjarins. Af mannvirkjum, sem eyðilögðust, má nefna sundlaugina og hluta af Skansinum, en svo nefndist virkið sem byggt var við höfnina eftir Tyrkjaránið 1627.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn