Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Oddi og Oddakirkja

Bær, kirkjustaður og prestssetur á Rangárvöllum, eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi að fornu.

Oddi stendur neðst í tungunni milli Rangánna, skammt frá mótum Eystri-Rangár og Þverár. Var þar frá öndverðu stórbýli, engjar geysimiklar en bithagi minni. Hjáleigur margar fylgdu staðnum og ítök átti kirkjan mörg og mikið jarðagóss. Ofan við bæinn í Odda er hóll sem Gammabrekka heitir. Þaðan er víðsýnt mjög um allt Suðurland, milli Reykjanesfjallgarðs og Eyjafjalla. Svo kvað séra Matthías Jochumsson, en hann var um skeið prestur í Odda:


Eg geng á Gammabrekku
er glóa vallartár
og dimma Ægisdrekku
mér duna Rangársjár.
En salur Guðs sig sveigir
svo signir landsins hring,
svo hrifin sál mín segir:
Hér setur Drottinn þing.


Kirkja hefur staðið í Odda frá upphafi kristni á Íslandi. Var hún byggð fyrir ábendingu loftsýnar að því er sagan hermir. Sáust menn svífa um loftið og varpa niður spjóti. Þar sem spjótsoddurinn stakkst í jörð var kirkjan byggð. Núverandi kirkja er timburkirkja, reist árið 1924 og tekur um 100 manns í sæti, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins. Hún var endurbætt og máluð og skreytt af Grétu og Jóni Björnssyni 1953 og endurvígð þá. Í eigu Oddakirkju eru margir góðir gripir en merkastur er silfurkaleikur sem talinn er frá um 1300. Altaristafla er eftir Anker Lund, máluð 1895, og sýnir Krist í grasgarðinum Getsemane. Skírnarfontur er útskorinn og málaður af Ámunda snikkara Jónssyni.

Oddi var ættaróðal Oddaverja, einnar gáfuðustu og mikilhæfustu ættar á þjóðveldistímabilinu. Nafntogaðastur Oddaverja var Sæmundur Sigfússon (1056-1133), kallaður fróði. Hann stundaði nám í Svartaskóla (Sorbonne) í París og við hann er Sæmundar-Edda kennd en nú er ekki álitið að hann eigi neinn þátt í ritun hennar. Hann mun líklega hafa verið einn fyrstur íslenskra sagnaritara og sett saman rit um Noregskonunga sem nú er glatað.
Sonarsonur Sæmundar fróða var Jón Loftsson (1124-1197). Hann bjó líka í Odda. Hann var valdamestur höfðingi á Íslandi um sína daga og jafnframt mikilsvirtastur þeirra allra, friðsamastur og ástsælastur. Jón tók Snorra Sturluson í fóstur og kenndi honum.

Sex þeirra presta sem Odda hafa setið hafa orðið biskupar. Þeir eru Ólafur Rögnvaldsson, Björn Þorleifsson, Ólafur Gíslason, Árni Þórarinsson, Steingrímur Jónsson og Helgi G. Thordersen.


Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995

Oddi og Oddakirkja
GPS punktar N0° 0' 0.000" W0° 0' 0.000"
Póstnúmer

851

Vegnúmer

266

Oddi og Oddakirkja - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Sumarhús í Reykjaskógi
Sumarhús
 • Reykjaskógur
 • 801 Selfoss
 • 565-4846
Syðri Kvíhólmi
Sumarhús
 • Syðri Kvíhólmi
 • 861 Hvolsvöllur
Klettholt
Sumarhús
 • Klettholt
 • 801 Selfoss
 • 892-1340, 499-2540
Gistihúsið Álftröð
Gistiheimili
 • 566-6246
Hrafnagil
Sumarhús
 • Hrafnagil
 • 816 Ölfus
 • 866-9772
Skógar Apartment
Íbúðir
 • Kennarabústað 2
 • 861 Hvolsvöllur
Bryggjur
Sumarhús
 • Skíðabakki 1
 • 861 Hvolsvöllur
Rauðhóll
Heimagisting
 • Rauðhóll
 • 851 Hella
 • 844-8538

Aðrir

Byggðaból ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Kálfafell 1b
 • 880 Kirkjubæjarklaustur
 • 848-9872
Landferðir ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Rafræn þjónusta / Web service
 • 810 Hveragerði
 • 647-4755
D - Travel ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Kaldasel 3
 • 109 Reykjavík
 • 849-3466
Lost In Iceland ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 786-0005
Nordic Paradice ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 777-6658
Óskar Haraldsson
Ferðaskipuleggjendur
 • Rafræn þjónusta / Web service
 • 101 Reykjavík
 • 892-0301
Volcano Air ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 863-0590
Creative Tours Iceland
Ferðaskipuleggjendur
 • 849-9542
Kristján Einir Traustason
Ferðaskipuleggjendur
 • 898-7972
Imagine Iceland ehf.
Ferðaskrifstofur
 • 659-1015
Northluk ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 772-8979
Icelandic Events Management and Travel Advisor
Ferðaskipuleggjendur
 • 565-5800
Natura Travel ehf.
Ferðaskrifstofur
 • 697-9515
G60 ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 694-9385
Adventure Point ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Hof
 • 785 Öræfi
 • 899-2248
Fjalla Steini ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 892-5110
Snjólína ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 845-9009
Ice Trekker Guides ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 857-9748
Háfjall ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Dynjandi
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 894-4251
DayTourIceland.com
Ferðaskipuleggjendur
 • 780-7444
MudShark ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 691-1849
Skógar Guesthouse
Ferðaskipuleggjendur
 • Skógar
 • 861 Hvolsvöllur
 • 894-5464
Easy Iceland ehf.
Ferðaskrifstofur
 • 776-1100
Secret Local Adventures ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • 899-0772

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn