LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Mountaineers of Iceland

Mountaineers of Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í snjósleða-, íshella- og jeppaferðum á Langjökli. Fyrirtækið er með tvær starfsstöðvar við Langjökul, Geldingafell og Skálpanes.

Einnig er hægt að hafa samband við Mountaineers of Iceland varðandi sérsniðnar ferðir fyrir hópa eða hvataferðir.

Mountaineers of Iceland

Skálpanes

Skútuvogur 12e

GPS punktar N64° 33' 26.899" W19° 59' 27.121"
Sími

580-9900

Snjósleðaferð á Langjökli

Til að komast á upphafsstað ferðarinnar er keyrt eftir vegi F35 (Kjalvegur) þar til komið er undir Bláfellið. Þar er tekin vinstri beygja inn á Skálpanesveg og rennt í hlað á starfsstöð okkar við Geldingafell. Þar er stór og rúmgóð starfsstöð sem gefur nóg pláss til að athafna sig og allt gert klárt fyrir ferðina. Þegar við erum kominn í gallann förum við út með leiðsögumanninum okkar og förum yfir helstu öryggisatriði og leiðbeiningar um hvernig á að keyra og athafna sig á snjósleðanum. Eftir það erum við tilbúinn að þeysast af stað á snjóbreiðunni.

Ferðin sjálf er ca. klukkutími með stoppum og leiðarvalið er vandlega yfirfarið af leiðsagnarfólkinu á hverjum degi til að hámarka upplifunina. Auðvitað stoppum við aðeins til að taka myndir, kasta mæðinni og njóta kyrrðarinar og landslagsins.

Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km² að stærð og hæsti punktur hans í 1.355 m hæð. Jökullinn er vestan við Hofsjökul á miðhálendi Íslands. Er hann talinn þekja tvær eldstöðvar. Hallmundarhraun rann um árið 900 frá eldvörpum við norðvesturbrún Langjökuls og alla leið til byggða í Hvítársíðu eða um 50 kílómetra leið.

Hafðu samband
Tilboð

Íshella- og snjósleðaferð

Til að komast á upphafsstað ferðarinnar er keyrt eftir vegi F35 (Kjalvegur) þar til komið er undir Bláfellið. Þar er tekin vinstri beygja inn á Skálpanesveg og rennt í hlað á starfsstöð okkar við Geldingafell. Þar er stór og rúmgóð starfsstöð sem gefur nóg pláss til að athafna sig og allt gert klárt fyrir ferðina. Þegar við erum kominn í gallann förum við út með leiðsögumanninum okkar og förum yfir helstu öryggisatriði og leiðbeiningar um hvernig á að keyra og athafna sig á snjósleðanum. Eftir það erum við tilbúinn að þeysast af stað á snjóbreiðunni.
Þegar við erum kominn í gallann förum við út með leiðsögumanninum okkar og förum yfir helstu öryggisatriði og leiðbeiningar um hvernig á að keyra og athafna sig á snjósleðanum. Eftir það erum við tilbúinn að þeysast af stað á snjóbreiðunni og setjum stefnuna á Íshellinn okkar sem liggur í jökulsporðinum með frábæru útsýni yfir Hvítárvatn. Íshellirinn er sköpun Herberts Haukssonar, eigenda Mountainneers of Iceland, og er rúmlega 70 metra djúpur. Ótrúlega skemmtileg innsýn í sögu Íslands þar sem hægt er að sjá öskulög allt að 400 ár aftur í tímann.

Ferðin sjálf er ca. klukkutími með stoppum og leiðarvalið er vandlega yfirfarið af leiðsagnarfólkinu á hverjum degi til að hámarka upplifunina. Auðvitað stoppum við aðeins til að taka myndir, kasta mæðinni og njóta kyrrðarinar og landslagsins.
Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km² að stærð og hæsti punktur hans í 1.355 m hæð. Jökullinn er vestan við Hofsjökul á miðhálendi Íslands. Er hann talinn þekja tvær eldstöðvar. Hallmundarhraun rann um árið 900 frá eldvörpum við norðvesturbrún Langjökuls og alla leið til byggða í Hvítársíðu eða um 50 kílómetra leið.

Hafðu samband
Tilboð

Mountaineers of Iceland - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn