Flýtilyklar
Stracta Hótel
Stracta Hótel er fjölskyldurekið hótel í eigu Hreiðars Hermannssonar sem stendur einnig vaktina sem hótelstjóri.
Staðsetning hótelsins er upplögð fyrir ferðalanga í leit að ævintýrum á suðurlandinu en þar er að finna fjöldan allan af helstu náttúruperlum landsins. Starfsfólkið okkar í móttökuni veitir gestum með glöðu geði aðstoð við að finna áhugaverða staði til göngu- eða skoðunarferða og ef fólk er að leitast eftir annarskonar ferðum erum við í samsstarfi við fjölda ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og afþreyingu. Eftir útiveruna er tilvalið að snæða góðan mat en Bistroið okkar leggur upp með að notast við hráefni úr næsta nágrenni og er það opið frá 11:30 - 22:00.
Við mælum eindregið með að gestir ljúki deginum með slökun í heitu pottum og sánum sem allir gestir hafa aðgang að án endurgjalds. Verslun með vönduðum íslenskum gjafavörum ásamt hlýjum fatnaði má finna á neðri hæð hótelsins.
Finnnið okkur á Facebook hér.
Rangárflatir 4

Sumartilboð - Gisting
Stracta Hótel er með úrval tilboða í gangi í sumar
Nú er kjörið tækifæri að njóta alls þess sem Suðurlandið hefur upp á að bjóða ásamt því að gista í notalegu umhverfi í nánd við náttúruna. Vel útilátinn morgunverður er innifalinn í allri gistingu og við bjóðum upp á gistimöguleika sem henta einstaklingum, pörum og fjölskyldum. Verið hjartanlega velkomin í sumar.
Gisting í standard herbergi
Gisting í standard herbergi með morgunverði fyrir tvo og aðgangi að heitum pottum og gufum.
Standard herbergin eru innréttuð í hefðbundnum norrænum stíl. Gólfin eru parketlögð og litavalið er náttúrulegt og hlýlegt. Standard herbergin henta hjónum, pörum eða einstaklingum sérstaklega vel.
Verð fyrir tvo 18.700.-
Hægt er að bæta við nótt fyrir 10.000.- (Gisting og morgunverður)
Fjölskyldu gisting í studio herbergi
Gisting í studio herbergi fyrir 2-4 með morgunverði og aðgangi að heitum pottum og gufum.
Í studio herbergjum er eldhúskrókur með ísskáp og helstu tækjum og áhöldum til upphitunar á mat og drykk, og lítil stofa með svefnsófa í einu rými. Fullkomið fyrir foreldra með 1-2 börn.
Við bjóum hunda velkomna í annan studio ganginn okkar fyrir 1.500,- króna þjónustugjald og bendum áhugasömum að kynna sér það nánar á vefsíðu okkar.
Verð fyrir tvo 25.500.-
Hægt er að bæta við nótt fyrir 17.000.- (Gisting og morgunverður).

Sumartilboð - Gisting og kvöldverður
Stracta Hótel er með úrval tilboða í gangi í sumar
Nú er kjörið tækifæri að njóta alls þess sem Suðurlandið hefur upp á að bjóða ásamt því að gista í notalegu umhverfi í nánd við náttúruna. Vel útilátinn morgunverður er innifalinn í allri gistingu og við bjóðum upp á gistimöguleika sem henta einstaklingum, pörum og fjölskyldum. Aðgangur að heitum pottum og sánum er innifalinn í allri gistingu. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í sumar.
Gisting og kvöldverður
Gisting í tveggja manna standard herbergi með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði fyrri tvo.
Þriggja rétta kvöldverðarmatseðill:
Sjávarréttasúpa með grilluðum tígrisrækjum og ristuðum kókosflögum.
Grilluð nautalund með djúpsteiktu smælki, fersku salati og bernaise.
Súkkulaðikaka með rabbabarasósu og þeyttum rjóma.
Verð fyrir tvo 26.800.-
Hægt er að bæta við nótt fyrir 10.000.- (Gisting og morgunverður)

Gisting, golf & 3 rétta kvöldverður
Stracta Hótel er með úrval tilboða í gangi í sumar
Nú er kjörið tækifæri að njóta alls þess sem Suðurlandið hefur upp á að bjóða ásamt því að gista í notalegu umhverfi í nánd við náttúruna. Vel útilátinn morgunverður er innifalinn í allri gistingu og við bjóðum upp á gistimöguleika sem henta einstaklingum, pörum og fjölskyldum. Aðgangur að heitum pottum og gufum er innifalinn fyrir alla okkar gesti. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í sumar.
Gisting, golf & 3 rétta kvöldverður
Golf á Strandarvelli austan við Hellu í fagurri fjallasýn og gisting í tveggja manna superior herbergi ásamt morgunverði og þriggja rétta kvöldverði með glasi af víni hússins.
Þriggja rétta kvöldverðarmatseðill:
Sjávarréttasúpa með grilluðum tígrisrækjum og ristuðum kókosflögum.
Grilluð nautalund með djúpsteiktu smælki, fersku salati og bernaise.
Súkkulaðikaka með rabbabarasósu og þeyttum rjóma.
Verð fyrir tvo 39.000.-
Hægt er að bæta við nótt fyrir 10.000.- (Gisting og morgunverður)

Gisting, reiðtúr & 3 rétta kvöldverður
Stracta Hótel er með úrval tilboða í gangi í sumar
Nú er kjörið tækifæri að njóta alls þess sem Suðurlandið hefur upp á að bjóða ásamt því að gista í notalegu umhverfi í nánd við náttúruna. Vel útilátinn morgunverður er innifalinn í allri gistingu og við bjóðum upp á gistimöguleika sem henta einstaklingum, pörum og fjölskyldum. Aðgangur að heitum pottum og gufum er innifalinn fyrir alla gesti. Verið hjartanlega velkomin í sumar.
Gisting, reiðtúr & 3 rétta kvöldverður
Gisting í tveggja manna superior herbergi ásamt morgunverði og þriggja rétta kvöldverði með glasi af víni hússins. Innifalin er reiðtúr með Icelandic Horseworld umvafinn sunnlenskri fjallafegurð þar sem drottning sveitarinnar, Hekla, gnæfir yfir á sinn tignarlega hátt.
Þriggja rétta kvöldverðarmatseðill:
Sjávarréttasúpa með grilluðum tígrisrækjum og ristuðum kókosflögum.
Grilluð nautalund með djúpsteiktu smælki, fersku salati og bernaise.
Súkkulaðikaka með rabbabarasósu og þeyttum rjóma.
Verð fyrir tvo 42.000.-
Hægt er að bæta við nótt fyrir 10.000.- (Gisting og morgunverður)
Reiðtúrar:
Alla daga vikunnar kl: 10:00, 14:00 & 16:00. Ferðin tekur 90 mín.
Stracta Hótel - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands