Flýtilyklar
Humarhöfnin
Veitingastaðurinn Humarhöfnin var opnaður á humarhátíð 2007. Markmið eigenda veitingastaðarins er að gera veg humarsins sem mestan í höfuðborg humarsins, Höfn í Hornafirði. Það mun vera nýjung á íslenskum veitingastöðum að bera fram heilan humar og er starfsfólk Humarhafnarinnar stolt af því að vera fyrst til að hafa þann einstaka rétt á matseðli sínum. Þó humar sé okkar aðal áhugamál bjóðum við upp á fleiri rétti eins og sjá má á matseðli. Humarhöfnin er staðsett við höfnina á Höfn með útsýni yfir bryggjuna og bátana. Verið velkomin.
Hafnarbraut 4
Humarhöfnin - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands