Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hótel Vestmannaeyjar

Hótel Vestmannaeyjar er 43 herbergja hótel staðsett í hjarta miðbæjarins.

Herbergin hafa baðherbergi með sturtu. Gestir hafa aðgang að þráðlausri nettengingu inni í herbergjum. Spa er á neðstu hæð hótelsins með heitum pottum og sauna. Morgunverður er framreiddur í veitingasal alla morgna 7:00 - 10:00.

Veitingastaður er á hótelinu sem er opinn alla daga á sumrinn. Nálægðin við fengsæl fiskimið gefur möguleika á fersku hráefni daglega. Matseðill veitingastaðarins er fjölbreyttur og reynt að mæta óskum allra.

Hótel Vestmannaeyjar er góður kostur fyrir þá sem vilja slaka á, njóta fallegrar náttúru, skoða mannlífið á eyjunni eða spila golf á glæsilegum 18 holu velli.

Hótel Vestmannaeyjar

Vestmannabraut 28

GPS punktar N63° 26' 26.268" W20° 16' 5.725"
Sími

481-2900

Fax

481-1696

Opnunartími Allt árið
Þjónusta Opið allt árið Hestaferðir Fundaraðstaða Aðild að SAF Apótek Bílaleiga Hótel / gistiheimili Veitingastaður Upplýsingamiðstöð Sundlaug Íþróttahús Aðgangur að interneti Þvottavél Lögregla Heitur pottur Golfvöllur Pósthús Handverk til sölu Hraðbanki Banki Bátsferðir Flugvöllur Gufubað Heilsugæsla Tekið við greiðslukortum Bar Bílferja
Flokkar Hótel , Veitingahús

Hótel Vestmannaeyjar - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbbur Vestmannaeyja
Golfvellir
 • Torfmýravegur
 • 902 Vestmannaeyjar
 • 481-2363
Lyngfell hestaleiga - Ása Birgisdóttir
Hestaafþreying
 • Lyngfell
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 898-1809
Kayak & Puffins
Ferðasali dagsferða
 • Ægisgata 2
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 839-3090
Saga og menning
2.66 km
Pompei Norðursins

Eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973 telst án efa til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar. Gosið hófst þann 23. janúar 1973 á Heimaey, einu byggðu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum. Það stóð yfir í rúmlega 5 mánuði og á tímabili var mikil óvissa um það hvort nokkurn tímann yrði aftur mannabyggð í eyjum.

Fregnir af gosinu, sem eyðilagði hluta byggðarinnar og breytti landslaginu í Vestmannaeyjum svo um munaði, fóru um heimsbyggðina og þegar því lauk flykktust ferðamenn og vísindamenn allstaðar að úr heiminum á staðinn til þess að sjá með eigin augum hvers náttúruöflin eru megnug.

Nú eru liðin rúm 30 ár frá gosinu og minningin sem og ummerki hinna gífurlegu spjalla sem það vann á eigum Eyjabúa eru smámsaman að mást út, en hraun og aska gossins grófu undir sig á fjórða hundrað hús og byggingar.

Verkefnið sem fengið hefur "vinnuheitið" Pompei Norðursins er hugsað til þess að hlúa að gosminjunum og gera þær sýnilegri. Segja má að hér sé á ferðinni einstakt verkefni í nútíma fornleifauppgreftri, sem á sér fáar, ef einhverjar hliðstæður. Fyrirhugað er að grafa upp 7 - 10 hús sem fóru undir vikur og hófust framkvæmdir seinni hluta júnímánaðar 2005. Þetta er vandasamt og metnaðarfullt verkefni sem unnið verður að næstu árin, en þegar er farið að sjást í fyrsta húsið sem stóð við Suðurveg 25 og næsta skref er að grafa niður á Suðurveg og meðfram götunni. Stefnt er að því að í fyllingu tímans rísi einskonar þorp minninganna, sem sýni á áhrifamikinn hátt hvernig náttúruöflin fóru með heimili fólks. Verkefnið er nú þegar farið að vekja mikinn áhuga fjölmiðla, ferðamanna og vísindamanna hérlendis og erlendis. Það er enginn vafi að þessar framkvæmdir eiga eftir að skipta sköpum fyrir aðdráttarafl ferðamannastaðarins Vestmanna-eyja, því það þykir einstök upplifun að fylgjast með risi Pompei á norðurslóum, á öllum stigum verkefnisins.

Náttúra
2.72 km
Eldfell

Eldfjall á Heimaey skammt fyrir austan Helgafell, um 200 m á hæð. Eldfell myndaðist í gosinu er hófst 23. janúar 1973 og stóð til 26. júní sama ár. Talið er að heildarmagn gosefna hafi verið um 250 millj. m³. Heimaey stækkaði um 2,1 km². Eftir að gosinu lauk hófst hreinsun bæjarins og mun um 2,2 millj. m³ af gosgjalli og um 200 þús. tonn af hraungrjóti hafa verið flutt burt. Nýja hraunið og Eldfell eru um 3,2 km². Í gosinu rann hraunið yfir austurhluta bæjarins og grófust um 400 hús undir ösku og hraun en önnur 400 skemmdust að meira eða minna leyti, um 60% allra húsa bæjarins. Af mannvirkjum, sem eyðilögðust, má nefna sundlaugina og hluta af Skansinum, en svo nefndist virkið sem byggt var við höfnina eftir Tyrkjaránið 1627.

Aðrir

Stafkirkjan í Vestmannaeyjum
Söguferðaþjónusta
 • 481-3555
Sagnheimar Náttúrugripasafn
Söfn
 • Heiðarvegur 12
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 488-2050, 863-8228
Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja
Bóka- og skjalasöfn
 • Safnahúsið við Ráðhúströð
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 481-3194
Safnahús Vestmannaeyja
Söfn
 • Ráðhúsatröð
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 488-2040, 892-9286

Aðrir

Lundinn
Barir og skemmtistaðir
 • Kirkjuvegur 21
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 481-3412
Café María
Kaffihús
 • Skólavegur 1
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 481-3160
900 Grillhús
Veitingahús
 • Vestmannabraut 23
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 482-1000
Slippurinn
Veitingahús
 • Strandvegur 76
 • 900 Vestmannaeyjar
 • 481-1515

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn