Flýtilyklar
Geysir - veitingastaður
Geysir veitingahús leggur áherslu á að gestir okkar njóti upplifunar í mat og drykk og eigi ógleymanlega kvöldstund í þægilegu umhverfi.
Veitingastaðurinn er fyrsta flokks a la carte staður þar sem áhersla er lögð á fjölbreyttan matseðil og góðan mat við allra hæfi. Við notum mikið af afurðum beint frá bónda en við erum í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og njótum þess allra ferskasta hráefnis sem völ er á. Matseðillinn tekur breytingar á hverjum árstíma.
Vinsamlegast pantið borð í síma 480-6800 eða á geysir@geysircenter.is
Geysir, Haukadalur
Geysir - veitingastaður - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Bændagisting
Efsti-Dalur II
Sumarhús
Ferðaþjónustan Úthlíð
Golfvellir
Golfklúbburinn Flúðir
Veitingahús
Flúðasveppir Farmers Bistro
Ferðaskrifstofur
Understand Iceland
Dagsferðir
Fjallhalla Adventures
Hótel
Hótel Geysir
Hestaafþreying
Friðheimar
Aðrir
- Heiði
- 801 Selfoss
- 774-7440
- Haukadalur
- 801 Selfoss
- 486-8733
- Miðdalur
- 840 Laugarvatn
- 893-0200, 893-0210
Dýralíf
Haukadalsskógur
Haukadalsskógur er einn stærsti þjóðskógur Suðurlands og sá sem mest hefur verið gróðursett í af þjóðskógum Íslands. Aðstaða til útivistar er góð. Meðal annars er sérhannaður stígur fyrir hjólastóla í skóginum sem unninn hefur verið í góðri samvinnu við Sjálfsbjörgu á Suðurlandi.
Náttúra
Gullfoss
Gullfoss er í raun tveir fossar, efri fossinn er 11 metrar og neðri fossinn 20 metrar.
Sigríður Tómasdóttir var fædd í Brattholti 1871, bærinn var þá afskekktur en þangað komu þó gjarnan ferðamenn.
Sigríður fylgdi oft ferðamönnum að fossinum og lagði ásamt systrum sínum fyrsta stíginn að fossinum.
Þegar menn fóru að sækjast eftir yfirráðum fallvatna til virkjanaframkvæmda um aldamótin 1900 háði Sigríður harða baráttu gegn því að Gullfoss yrði virkjaður.
Náttúra
Brúará
Mikil bergvatnsá er rennur á mörkum Biskupstungna annars vegar og Laugardals og Grímsness hins vegar og fellur í Hvítá nokkru fyrir neðan Skálholt, vestan Vörðufells. Brúará kemur upp á Rótasandi en aðalupptökin eru þó í djúpu gljúfri milli Högnhöfða og Rauðafells. Þar heita Brúarárskörð. Fossar vatn víða úr gljúfurveggjunum niður í ána. Á löngu svæði liggur mjó og djúp gjá eftir miðri ánni. Tekur hún mestallt vatnið. Gjáin er mynduð við það að áin hefur grafið skessukatla í árbotninn og katlarnir étið sig hver inn í annan í keðju og myndað þannig samfellt gljúfur. Fyrrum var sett trébrú yfir gjána og rann þá vatn við báða enda hennar. Var þá vaðið um hrægrunnt vatn að brúnni beggja vegna. Þrír fossar eru í Brúará en ekki sérlega háir. Efstur þeirra er Brúarfoss þar sem áin steypist niður í gjána. Þrjár brýr eru nú yfir Brúará: hjá Spóastöðum í Biskupstungum, byggð 1967, Efstadal í Laugardalshreppi, byggð 1966 og sú þriðja, byggð 1961 rétt fyrir neðan Brúarfoss , er á hinum svokallaða Kóngsvegi, milli Efstadals í Laugardal og Úthlíðar í Biskupstungum, skammt frá sumarhúsahverfinu í Brekkuskógi. Þessi brú er eingöngu fyrir skepnur og gangandi fólk. Þar sem hún er lá áður steinbogi yfir Brúará. Í Brúará hjá Spóastöðum var einum Skálholtsbiskupa, Jóni Gerrekssyni, drekkt. Jón var biskup í Skálholti á fyrri hluta 15. aldar. Hann var óþokkamenni og þegar bændur voru búnir að fá sig fullsadda á yfirgangi og óknyttum hans og manna hans stungu þeir honum í poka og færðu hann í Brúará 20. júlí 1433. Rennsli árinnar er mjög jafnt, 50-80 m³/s árið um kring, mælt fyrir neðan Hagaós. Þar hefur mesta flóð mælst 300 m³/s.
Náttúra
Geysir
Þessi frægasti og fyrrum stærsti goshver heims er talinn hafa myndazt við mikla jarðskjálftahrinu í lok 13. aldar. Oddaverjaannáll segir um árið 1274, að í Eyrarfjalli (Laugarfjalli) hjá Haukadal komu upp hverir stórir; en sumir hurfu þeir, sem áður voru. Kísilúrfellingar hafa myndað talsverðan hól umhverfis hverinn. Skál hans er u.þ.b. 18 m í þvermál og niður úr henni gengur 18 m djúp hola, sem er 2 m í þvermál. Öldum saman gaus Geysir og laðaði til sín ferðamenn. Upp úr aldamótunum 1900 dró mjög af honum og síðan 1916 hefur hann ekki gert meira en að pusa upp vatni óreglulega, þó jókst kraftur hans að nýju eftir jarðskjálftahrinu á Suðurlandi árið 2000. Hæstu gosin voru á milli 40 og 80 m. Tugir hvera eru á svæðinu, sumir goshverir eins og Geysir. Þeirra helztir eru Strokkur, sem gýs reglulega með 3-5 mínútna millibili, og Smiður, sem lætur lítið á sér bera. Hverasvæðið er afgirt og friðlýst og í umsjá Náttúrustofu.
Náttúra
Brúarhlöð
Áin hefur grafið farveg sinn í þursaberg og í því eru ýmsar
sem kallast Karl og Kerling. Trébrú yfir Brúarhlöð var fyrst byggð
Íslands 1907, en þá var dýrasti vegur Íslandssögunnar Kóngsvegur lagður um Uppsveitir Árnessýslu.
föruneyti reið yfir brúna við Brúarhlöð.
Sumarhús
Ferðaþjónustan Úthlíð
Golfvellir
Golfklúbburinn Flúðir
Veitingahús
Flúðasveppir Farmers Bistro
Hótel
Hótel Gullfoss
Gistiheimili
Efra-Sel Hostel
Tjaldsvæði
Skjól
Hestaafþreying
Friðheimar
Bændagisting
Efsti-Dalur II
Hótel
Hótel Geysir
Aðrir
- Heiði
- 801 Selfoss
- 774-7440
- Grund
- 845 Flúðir
- 5659196, 896-1286, 896-7394
- Geysir, Haukadalur
- 806 Selfoss
- 4813003
- Biskupstungur
- 806 Selfoss
- 774-7440
- Skólabraut 4
- 806 Selfoss
- 486-1110
- Gullfoss
- 801 Selfoss
- 4866500