Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Friðheimar

Matarupplifun

Í Friðheimum bjóðum við uppá einstaka matarupplifun, þar sem er borin fram tómatsúpa og nýbakað brauð ásamt öðru góðgæti í notalegu umhverfi innan um tómatplönturnar.

Gestirnir upplifa það einstaka að koma í miðjarðarhafsloftslagið sem er ríkjandi í gróðurhúsinu allt árið um kring og finna ilminn af tómatplöntunum á meðan þeir njóta umhverfisins og heimalagaðra veitinganna. Einnig er vinsælt að koma og skála í tómatsnafs í góðra vina hópi!

Hægt er að taka gómsætar minningar með sér heim úr litlu tómatbúðinni okkar þar sem eru til sölu matarminjagripir á borð við tómatsultu, gúrkusalsa og tómathressi en þetta er allt framleitt á staðnum.

Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram í síma 486-8894 eða á fridheimar@fridheimar.is

Gróðurhúsaheimsókn og Hestasýning eða Heimsókn í hesthúsið

Einnig bjóðum við uppá Gróðurhúsaheimsókn þar sem farið er yfir hvernig hægt er að rækta grænmeti á Íslandi allt árið um kring með aðstoð náttúrunnar!

Hestasýning og Heimsókn í hesthúsið er í boði þar sem farið er yfir sögu- og gangtegundir íslenska hestsins í notalegu umhverfi. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið þar sem tækifæri gefst til að klappa hestunum og spjalla við knapana.

Afþreyingin hentar öllum aldurshópum og er tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hið hefðbundna sveitalíf íslenskrar fjölskyldu.

Við mælum með að bóka alla þjónustu fyrirfram í síma 486-8894 eða á fridheimar@fridheimar.is

Friðheimar

Reykholt, Bláskógabyggð

GPS punktar N64° 10' 40.890" W20° 26' 43.314"
Sími

486-8894

Heimsókn í hesthúsið - frítt í júní

Toppaðu upplifunina í Friðheimum með heimsókn í hesthúsið!

Friðheimar bjóða matargestum upp á fríar hesthúsaheimsóknir kl. 13:00 alla virka daga í júní

Tekið er á móti gestum í hesthúsinu, sagt frá sögu og sérkennum íslenska hestsins og hann sýndur í reið. Gestir geta gengið um hesthúsið, klappað hestunum og tekið myndir. Hesthúsaheimsóknin hefst kl. 13:00 og tekur um 30 mínútur. Því er tilvalið að bóka borð á veitingastaðnum kl. 11:30 eða kl. 13:30. 

Vinsamlegast bókið borð í síma 486-8894 eða í gegnum fridheimar@fridheimar.is

 

Hafðu samband
Tilboð

Matarupplifun í Friðheimum - fjölskyldutilboð

Hefur þú farið út að borða í gróðurhúsi? 

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna til okkar í gróðurhúsið og viljum gera sérstaklega vel við börnin. Þar af leiðandi bjóðum við öllum börnum sex til þrettán ára tómatsúpuhlaðborðið á hálfvirði og börnum fimm ára og yngri bjóðum við súpuhlaðborðið frítt

Tómatsúpan er okkar einkennisréttur og er hún borin fram á hlaðborði með nýbökuðu brauði ásamt smjöri, sýrðum rjóma, heimalöguðu gúrkusalsa og ferskri basilíku til að klippa út á. Kaffi og te fylgir með fyrir þá sem vilja. 

Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá kl. 12:00 til 16:00 

Vinsamlegast bókið borð fyrirfram í síma 486 8894 eða á fridheimar@fridheimar.is.

Hafðu samband
Tilboð

Friðheimar - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Arngrímslundur
Sumarhús
 • Skarð
 • 801 Selfoss
 • 8635518
The White House
Gistiheimili
 • Bjarkarbraut 19
 • 806 Selfoss
 • 660-7866, 660 7866
Bústaðir í Biskupstungum - Blue View Cabins
Sumarhús
 • Eiríksbraut 4
 • 806 Selfoss
 • 665-8928, 696-3463
Auðsholt 2
Íbúðir
 • Auðsholt 2
 • 845 Flúðir
 • 895-8978
Fótboltagolf Markavöllur
Bændagisting
 • Dalbær III
 • 845 Flúðir
 • 7863048, 486-4472
Tjaldsvæðið Borg
Tjaldsvæði
 • Borg, Grímsnesi
 • 801 Selfoss
 • 767-3411
Nónsteinn guesthouse
Gistiheimili
 • Skólabraut
 • 801 Selfoss
 • 6984342
Skyggnir Bed and Breakfast
Gistiheimili
 • Skyggnir
 • 846 Flúðir
 • 8439172
Tjaldsvæðið við Faxa
Tjaldsvæði
 • Biskupstungur
 • 806 Selfoss
 • 774-7440
Tjaldsvæðið Reykholt
Tjaldsvæði
 • Aratunga
 • 806 Selfoss
 • 847-5057
Gistiheimilið Flúðum
Gistiheimili
 • Grund
 • 845 Flúðir
 • 5659196, 896-1286, 896-7394
5 milljón stjörnu hótelið
Glamping lúxustjöld
 • Hrosshagi
 • 806 Selfoss
 • 773-4444
Minniborgir Cottages
Sumarhús
 • Grímsnes
 • 801 Selfoss
 • 3548683, 863-3592
Stóri Skáli Myrkholti
Fjallaskálar
 • Skálinn, Myrkholt
 • 801 Selfoss
 • 486-8757, 895-9500, 867-3571
Alftrod guesthouse
Gistiheimili
 • Álftröð
 • 801 Selfoss
 • 5666246
Mosás 2
Sumarhús
 • Holtabyggð 110
 • 845 Flúðir
 • -
Við Faxa
Tjaldsvæði
 • Heiði
 • 801 Selfoss
 • 774-7440
Mosás 1
Sumarhús
 • Holtabyggð 110
 • 845 Flúðir
 • -
Mosás 3 cottages
Sumarhús
 • Holtabyggð 110
 • 845 Flúðir
 • 868-5751
Brekkugerði
Heimagisting
 • Laugarás, Bláskógabyggð
 • 801 Selfoss
 • 7797762
Kjóastaðir
Gistiheimili
 • Kjóastaðir 2
 • 801 Selfoss
 • 8471046
Nordic Lodges Holt
Gistiheimili
 • Torfastaðakot 5, í Landi Torfastaða
 • 801 Selfoss
 • 897-3015
Mengi Kjarnholt
Hótel
 • Kjarnholt III
 • 801 Selfoss
 • 896-1988
Laugarás Homestay
Gistiheimili
 • Launrétt 1
 • 806 Selfoss
 • 898-8779
Laugarás
Sumarhús
 • Austurbyggð 3
 • 801 Selfoss
 • -
Garður Stay Inn
Farfuglaheimili og Hostel
 • Hvammsvegur
 • 845 Flúðir
 • 853-3033
Konungsvegur
Íbúðir
 • Konungsvegur 1
 • 840 Laugarvatn
Heiðarbraut 22
Íbúðir
 • Heiðarbraut 22
 • 801 Selfoss
Efra-Sel Home
Sumarhús
 • Efra-Sel
 • 845 Flúðir
 • 661-5935 , 846-9321
Nortia Luxuary apartments
Íbúðir
 • Hrunamannavegur 3
 • 845 Flúðir
 • 861-1819
Klettar Tower Iceland
Gistiheimili
 • Klettar
 • 801 Selfoss
Mosás 4
Sumarhús
 • Holtabyggð 110
 • 845 Flúðir
 • -
Tjaldsvæðið við Geysi í Haukadal
Tjaldsvæði
 • Geysir, Haukadalur
 • 801 Selfoss
 • 480-6800
Torfastaðakot 15/Sigurhæð
Sumarhús
 • Torfstaðakot
 • 801 Selfoss
Tjaldmiðstöðin Flúðum
Tjaldsvæði
 • Hrunamannahreppur
 • 845 Flúðir
 • 486-6535
Geysir smáhýsi
Sumarhús
 • Geysir, Haukadalur
 • 801 Selfoss
 • 480-6800
Brún
Sumarhús
 • Austurbyggð 3
 • 801 Selfoss
 • -
Eyvík cottages
Sumarhús
 • Heimaás
 • 801 Selfoss
 • 7707800
Birkihof Lodge
Sumarhús
 • Eyrarbraut 11
 • 801 Selfoss
 • 778-9052, 692-4094
Hvítárdalur
Bændagisting
 • Hvítárdalur
 • 845 Flúðir
 • 781-2599
Náttúra
17.90 km
Brúarhlöð

Áin hefur grafið farveg sinn í þursaberg og í því eru ýmsar

sem kallast Karl og Kerling. Trébrú yfir Brúarhlöð var fyrst byggð

Íslands 1907, en þá var dýrasti vegur Íslandssögunnar Kóngsvegur lagður um Uppsveitir Árnessýslu.
föruneyti reið yfir brúna við Brúarhlöð.

Náttúra
19.61 km
Geysir

Þessi frægasti og fyrrum stærsti goshver heims er talinn hafa myndazt við mikla jarðskjálftahrinu í lok 13. aldar. Oddaverjaannáll segir um árið 1274, að í Eyrarfjalli (Laugarfjalli) hjá Haukadal komu upp hverir stórir; en sumir hurfu þeir, sem áður voru. Kísilúrfellingar hafa myndað talsverðan hól umhverfis hverinn. Skál hans er u.þ.b. 18 m í þvermál og niður úr henni gengur 18 m djúp hola, sem er 2 m í þvermál. Öldum saman gaus Geysir og laðaði til sín ferðamenn. Upp úr aldamótunum 1900 dró mjög af honum og síðan 1916 hefur hann ekki gert meira en að pusa upp vatni óreglulega, þó jókst kraftur hans að nýju eftir jarðskjálftahrinu á Suðurlandi árið 2000. Hæstu gosin voru á milli 40 og 80 m. Tugir hvera eru á svæðinu, sumir goshverir eins og Geysir. Þeirra helztir eru Strokkur, sem gýs reglulega með 3-5 mínútna millibili, og Smiður, sem lætur lítið á sér bera. Hverasvæðið er afgirt og friðlýst og í umsjá Náttúrustofu.

Dýralíf
21.03 km
Haukadalsskógur

Haukadalsskógur er einn stærsti þjóðskógur Suðurlands og sá sem mest hefur verið gróðursett í af þjóðskógum Íslands. Aðstaða til útivistar er góð. Meðal annars er sérhannaður stígur fyrir hjólastóla í skóginum sem unninn hefur verið í góðri samvinnu við Sjálfsbjörgu á Suðurlandi.

Náttúra
14.28 km
Brúará

Mikil bergvatnsá er rennur á mörkum Biskupstungna annars vegar og Laugardals og Grímsness hins vegar og fellur í Hvítá nokkru fyrir neðan Skálholt, vestan Vörðufells. Brúará kemur upp á Rótasandi en aðalupptökin eru þó í djúpu gljúfri milli Högnhöfða og Rauðafells. Þar heita Brúarárskörð. Fossar vatn víða úr gljúfurveggjunum niður í ána. Á löngu svæði liggur mjó og djúp gjá eftir miðri ánni. Tekur hún mestallt vatnið. Gjáin er mynduð við það að áin hefur grafið skessukatla í árbotninn og katlarnir étið sig hver inn í annan í keðju og myndað þannig samfellt gljúfur. Fyrrum var sett trébrú yfir gjána og rann þá vatn við báða enda hennar. Var þá vaðið um hrægrunnt vatn að brúnni beggja vegna. Þrír fossar eru í Brúará en ekki sérlega háir. Efstur þeirra er Brúarfoss þar sem áin steypist niður í gjána. Þrjár brýr eru nú yfir Brúará: hjá Spóastöðum í Biskupstungum, byggð 1967, Efstadal í Laugardalshreppi, byggð 1966 og sú þriðja, byggð 1961 rétt fyrir neðan Brúarfoss , er á hinum svokallaða Kóngsvegi, milli Efstadals í Laugardal og Úthlíðar í Biskupstungum, skammt frá sumarhúsahverfinu í Brekkuskógi. Þessi brú er eingöngu fyrir skepnur og gangandi fólk. Þar sem hún er lá áður steinbogi yfir Brúará. Í Brúará hjá Spóastöðum var einum Skálholtsbiskupa, Jóni Gerrekssyni, drekkt. Jón var biskup í Skálholti á fyrri hluta 15. aldar. Hann var óþokkamenni og þegar bændur voru búnir að fá sig fullsadda á yfirgangi og óknyttum hans og manna hans stungu þeir honum í poka og færðu hann í Brúará 20. júlí 1433. Rennsli árinnar er mjög jafnt, 50-80 m³/s árið um kring, mælt fyrir neðan Hagaós. Þar hefur mesta flóð mælst 300 m³/s.

Saga og menning
9.90 km
Skálholt

Bær, kirkjustaður, prests- og skólasetur og fyrrum setur biskupa í Skálholtsbiskupsdæmi. Þar er jarðhiti og heitir þar Þorlákshver. Skálholt er einn merkastur sögustaður á Íslandi, næst Þingvöllum. Kristni á Íslandi hefur verið knýtt fastari böndum við Skálholt en nokkurn annan stað. Sonur landnámsmannsins í Grímsnesi og Biskupstungum, Teitur Ketilbjarnarson, byggði fyrstur bæ í Skálholti. Sonur hans var Gissur hvíti sem kom með kristni til Íslands og átti einna veigamestan þátt í kristnitöku landsmanna. Hans son, Ísleifur, varð fyrstur biskup á Íslandi 1056 og sat í Skálholti. Kirkja var reist á staðnum og jörðin gefin undir biskupssetur. Kvað gefandinn svo á, að þar skyldi vera biskupssetur meðan kristni héldist í landinu. Sá hét líka Gissur, Ísleifsson, biskups. Hann er talinn hafa verið einhver glæsilegasti kirkjuhöfðingi á Íslandi fyrr og síðar. Hann kom á tíundarlögum á Íslandi árið 1097. Annar biskupinn með Gissurarnafni í Skálholti, sem verulega kemur við sögu staðarins, er Gissur Einarsson (1512-1548). Hann varð fyrstur biskup í lútherskum sið á Íslandi.
Skálholtsbiskupar urðu alls 44, 31 kaþólskur og 13 lútherstrúar á árunum 1056-1801.
Margir merkir atburðir hafa gerst í Skálholti, sumri hverjir þeir örlagaríkustu í sögu lands og þjóðar. Í Skálholti réðust íslenskir bændur oftar en einu sinni að erlendum valdsmönnum og ræningjum og drápu þá, þar á meðal erlendan biskup, Jón Gerreksson, sem sat þar á biskupsstóli. Honum stungu Íslendingar í poka og drekktu í Brúará, árið 1433.
Árið 1550 var síðasti kaþólski biskupinn á Hólum, Jón Arason, fluttur fanginn til Skálholts og hálshöggvinn þar ásamt sonum sínum.
Í Skálholti voru um aldir mikil fræðistörf unnin. Þar var prentsmiðja um skeið á seinni hluta 17. aldar og í henni fyrst fornrit prentuð á Íslandi. Í Skálholti var unnið að fyrstu bókinni sem prentuð var á íslensku. Það var Nýja testamentið þýtt af Oddi Gottskálkssyni og prentað 1540. Brynjólfur Sveinsson (biskup 1639-1674) var mikill unnandi íslenskra fræða og safnaði dýrmætum handritum og sendi þau konungi til Kaupmannahafnar, sem þá var höfuðborg Íslands. Annar Skálholtsbiskup varð frægur fyrir fræðistörf sín, Finnur Jónsson sem skrifaði Kirkjusögu Íslands í fjórum miklum bindum, hið gagnmerkasta sagnfræðirit. Í Skálholti sat á þriðja áratug Jón Vídalín sem talinn er hafa verið einn mestur og mælskastur kennimanna á Íslandi fyrr og síðar.

Í Skálholti voru um aldir mikil fræðistörf unnin. Þar var prentsmiðja um skeið á seinni hluta 17. aldar og í henni fyrst fornrit prentuð á Íslandi. Í Skálholti var unnið að fyrstu bókinni sem prentuð var á íslensku. Það var Nýja testamentið þýtt af Oddi Gottskálkssyni og prentað 1540. Brynjólfur Sveinsson (biskup 1639-1674) var mikill unnandi íslenskra fræða og safnaði dýrmætum handritum og sendi þau konungi til Kaupmannahafnar, sem þá var höfuðborg Íslands. Annar Skálholtsbiskup varð frægur fyrir fræðistörf sín, Finnur Jónsson sem skrifaði Kirkjusögu Íslands í fjórum miklum bindum, hið gagnmerkasta sagnfræðirit. Í Skálholti sat á þriðja áratug Jón Vídalín sem talinn er hafa verið einn mestur og mælskastur kennimanna á Íslandi fyrr og síðar.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn