Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fjölskylduferð í Mýrdalshrepp

fjolskylda_vik.jpg
Fjölskylduferð í Mýrdalshrepp

Mýrdalshreppur hefur margt upp á að bjóða fyrir fjölskylduna. Fjöruferðir og fjallgöngur við einstakar náttúruperlur, góð tjaldsvæði í fallegu umhverfi, ævintýralega afþreyingu og fjölbreytta matsölustaði við allra hæfi. Í Vík er notaleg sundlaug með útsýni til Reynisdranga og folfvöllur á friðsælum reit við Víkurá.

Gisting:

 • Fjölbreytt gistiheimili
 • Sveitagisting
 • Hótel
 • Tjaldsvæði í Vík
 • Tjaldsvæði í Þakgili

Afþreying:

 • Hestaferðir í fjörunni
 • Hraunsýningin Icelandic Lava Show
 • Zipline
 • Jöklaferðir
 • Jeppaferðir
 • Gönguferðir og leiðir
 • Hjólaferðir og leiðir
 • Svifvængjaflug
 • Sundlaug
 • Sjóminjasafnið Hafnleysa
 • Kötlusetur, gestastofa Kötlu jarðvangs
 • Golfvöllur

Áhugaverðir staðir:

 • Sólheimajökull
 • Flugvélarflakið á Sólheimasandi
 • Dyrhólaey
 • Reynisfjara
 • Víkurfjara
 • Víkurþorp
 • Hjörleifshöfði
 • Þakgil
 • Ýmsar gönguleiðir

Matur:

 • Svarta fjaran veitingahús við Reynisfjöru
 • Suður-Vík veitingahús
 • Halldórskaffi
 • Smiðjan brugghús
 • Súpufélagið
 • Víkurskáli
 • Ströndin bar & bistro
 • Ice-cave veitingahús
 • Lava-café kaffihús

Ekki gleyma kíkinum, kannski sjáið þið Lunda! Endilega kynntu þér Mýrdalshrepp enn betur og njóttu dvalarinnar með fjölskyldunni! Vík í Mýrdal

VÍK / Mýrdalshreppi

Mýrdalshreppur er eitt hinna þriggja sveitarfélaga innan Kötlu jarðvangs. Vík er við miðju jarðvangsins og um leið syðsti bær landsins. Hreppurinn markast af Mýrdalsjökli til norðurs, sem eldfjallið Katla dvelur undir; Jökulsá á Sólheimasandi til vesturs, Blautukvísl til austurs og svörtum fjörum til suðurs. Vík er eina sjávarþorpið á Íslandi sem aldrei hafði höfn. Þrátt fyrir ævarandi hafnleysu sóttu heimamenn sjóinn til fiskveiða og vöruflutninga allt fram á miðja tuttugustu öld.

Afþreying

Mýrdalshreppur er sannarlega staður útivistar og ævintýra. Í nágrenni Mýrdalsjökuls má nefna fjórhjólaferðir á Sólheimasandi, jöklagöngur á Sólheimajökli og kayakaferðir á lóni jökulsins; að ógleymdum vélsleðaferðum á sjálfri jökulbreiðunni og íshellaferðum allan ársins hring. Í nágrenni Víkur má koma blóðinu á hreyfingu í Zip-line ævintýri eða svifvængjaflugi fyrir þau allra hugrökkustu. Í útjaðri Víkurþorps er flottur golfvöllur í fallegri náttúru. Reiðtúr í okkar fögru Víkurfjöru með útsýni til Reynisdranga er að auki ógleymanleg upplifun.

Söfn og sýningar

Í Vík má einnig finna söfn og sýningar. Þar má helst nefna hina einstöku hraunsýningu Icelandic Lava Show þar sem 1100 °C heitu, fljótandi hrauni er helt inn í sal áhorfenda. Sjón er sögu ríkari. Kötlu jarðvangur heldur úti jarðfræði sýningu í Kötlusetri, þar sem aðgangur er ókeypis. Gegnt Kötlusetri má svo finna Sjóminjasafn þar sem stærsti gripurinn er hið sögufræga vöruflutningaskip Skaftfellingur. Þar er saga útræðis, siglinga og skipsstranda á fjörum Skaftafellssýslna sögð á lifandi hátt.

Gönguleiðir

Náttúrufegurð einkennir svæðið með grösugum hlíðum í faðmlagi við svartar fjörurnar og hvítan jökulinn. Frá bænum má ganga upp á Reynisfjall og njóta útsýnis yfir Atlantshafið, Reynisdranga og brött fuglabjörg. Leiðin er stikuð með gulum merkingum og hefst við Víkurbraut. Önnur gönguleið hefst aftan við Víkurkirkju og leiðir göngufólk upp á Höttu, hæsta fjall Mýrdalshrepps. Þaðan er útsýni yfir Heiðardalinn og Mýrdalsjökul til norðurs. Enn fleiri leiðir má að auki finna í Þakgili, skammt frá Vík. Kort og upplýsingar um þessar og fleiri gönguleiðir í Mýrdalshreppi má nálgast í upplýsingamiðstöð Kötluseturs í Brydebúð, Víkurbraut 28.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn