Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Öræfaferðir ehf.

Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir.

Af hverju að velja Öræfaferðir?

Eitt af einkennum Öræfaferða er að í fyrirtækinu starfar eingöngu fjölskyldan sjálf ásamt frændfólki og nágrönnum úr sveitinni. Við erum virkilega stolt af héraðinu okkar og teljum það vera forréttindi að fá að kynna svæðið fyrir gestum okkar.

Einar er eini starfandi fjallaleiðsögumaðurinn hjá Öræfaferðum frá hausti fram á vor, en á sumrin hjálpast fjölskyldan og nágrannar þeirra við að sinna ferðaþjónustunni.
Öræfaferðir geta því boðið þér góða og persónulega þjónustu á íslensku.

Hvernig þetta byrjaði allt?

Árið 1990 fór faðir Einars, ferðafrumkvöðullinn Sigurður Bjarnason, sína fyrstu formlegu ferð í friðlandið Ingólfshöfða með ferðamenn standandi á heykerru sem hann dró aftan í dráttarvélinni sinni.

Árið 1891 mætti þó segja að forsaga fyrirtækisins hafi byrjað. Þá var Páll Jónsson bóndi í Svínafelli í Öræfum fyrstur manna til að leiðsegja göngu á Hvannadalshnúk. Páll var afi Sigurðar og því má með sanni segja að útivist og leiðsögn sé fjölskyldunni í blóð borin.

Vorið 1994 fetaði Einar í fótspor langafa síns og hóf að bjóða leiðsögn á Hvannadalshnúk, og skriðjökla Öræfajökuls og nær því að teljast elsti fjallaleiðsögumaður landsins í starfsárum. Einar á heimsmet í göngum á Hvannadalshnúk, en hann hefur nú staðið í yfir 300 skipti á hæsta tindi Íslands. Haustið 1996 fór Einar að bjóða uppá íshellaferðir og var hann fyrstur til að bjóða daglegar ferðir í íshella fyrir ferðamenn á Íslandi. Lengi vel voru Öræfaferðir eina fyrirtækið sem bauð uppá íshellaferðir í Vatnajökli.

Hvaða þjónusta er í boði?

Öræfaferðir bjóða uppá ýmsa afþreyingu við rætur Vatnajökuls, aðallega fyrir einstaklinga og litla hópa en við getum einnig farið með 100 manna ættarmót í Ingólfshöfðaferð ef því er að skipta. Í áratugi hafa Öræfaferðir einnig boðið uppá þjónustu við skólaferðalög.

Öræfaferðir reka líka kaffihúsið Café Vatnajökull á Fagurhólsmýri. Þessi fyrrum kaupfélagsverslun var hjarta samfélagsins í áratugi. Kaffihúsið okkar er ævintýri í sjálfu sér og hér getur þú hitt heimamenn, séð og keypt fjölskylduafurðir, fengið nýmalað íslenskt kaffi og heimabakaðar kræsingar. Kaffihúsið er skreytt með ljósmyndum úr smiðju fjölskyldunnar sem og heimasmíðuðum húsgögnum úr rekaviði. Kíktu í kaffi og upplifðu sérstakt andrúmsloft í fallegu umhverfi Vatnajökuls.

Opið er alla daga nema sunnudaga.

Ferð:

Brottför:

Lengd:

Verð 2020:

Ingólfshöfðaferð - Lundaskoðun og söguferð í

friðlandið Ingólfshöfða. Við notum heykerru sem dregin er aftan í dráttarvél til að komast að höfðanum, og svo göngum við saman 2-3 km hring um friðlandið.

Maí - ágúst.

Þarf að bóka fyrirfram.

Nánari upplýsingar um brottfarir

og bókanir á www.ingólfshöfði.is

2 1/2 klst.

Opin brottför.

9.250 kr. fullorðnir

2.750 kr. 8-16 ára

Frítt fyrir 7 ára og yngri

  • Fölskylduvæn ferð
  • Stilltir hundar leyfðir í taumi

Fjallaskíðaferð á Hvannadalshnúk - Einar Rúnar Sigurðsson sem hefur staðið yfir 300 sinnum á toppi Hvannadalshnúks fer með fjallaskíðara sem koma með sinn eigin skíðabúnað í þessa ferð á vorin.

Mars - maí.

Þarf að bóka fyrirfram.

Nánari upplýsingar og bókanir á www.öræfaferðir.is

10-12 klst

Einkaferð.

Verð breytilegt eftir fjölda þátttakenda og stærri hópar fá verðtilboð

Ísklifurferð - Spreytum okkur á ísklifri í jökli, eða íshelli eða frosnum fossi eftir aðstæðum. Allur ísklifurbúnaður útvegaður. Engin reynsla nauðsynleg.

Október - apríl.

Þarf að bóka fyrirfram.

Nánari upplýsingar og bókanir á www.öræfaferðir.is

4-6 klst

Einkaferð.

Verð breytilegt eftir fjölda þátttakenda, 1-5 þátttakendur

Íshellaferð - Jeppa og gönguferð að fallegasta íshellinum sem aðgengilegur er hverju sinni í einum af skriðjöklum Vatnajökuls. Förum ekki með fleiri í hverri ferð en rúmast í Land Rover.

Nóvember - mars.

Þarf að bóka fyrirfram.

Nánari upplýsingar um brottfarir og bókanir á www.öræfaferðir.is

3-4 klst

Opin brottför.

19.500 kr. á mann, 2-7 þátttakendur.

Ljósmyndaferðir:

Brottför:

Ingólfshöfði Ljósmyndaferð

Sérstaklega fyrir ljósmyndara
(Aðeins hægt að bóka einkaferðir)

Júní - ágúst:

Nánari upplýsingar á

www.oraefaferdir.is

Íshella Ljósmyndaferð

Sérstaklega fyrir ljósmyndara
(Aðeins hægt að bóka einkaferðir)

Nóvember - mars:

Nánari upplýsingar á
www.oraefaferdir.is

Öræfaferðir ehf.

Hofsnes

GPS punktar N63° 52' 41.023" W16° 39' 57.384"
Sími

894-0894

Öræfaferðir ehf. - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Glacier Guides
Gönguferðir
  • Skaftafell
  • 785 Öræfi
  • 659-7000
Öræfahestar ehf.
Dagsferðir
  • Svínafell 3, Sel 2
  • 785 Öræfi
  • 847-0037

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn