Flýtilyklar
Menning og listir

Við bjóðum uppá ýmis konar menningu og listir. Gallerí og söfn má finna á ýmsum stöðum á svæðinu.
Handverksskúrinn
Þingborg ullarvinnsla
Húsið á Eyrarbakka - Byggðasafn Árnesinga
Rjómabúið á Baugsstöðum
Þegar ekið er niður Villingaholtsveg (305) af Þjóðvegi 1 er farið yfir brú á Volalæk. Þessi Lækurinn á upptök sín skammt austan við Bitru, sunnan þjóðvegar 1. Rennur hann síðan til vesturs og nefnist Volalækur þegar hann nálgast Vola. Vestan við Hróarsholts heitir hann Hróarsholtslækur og allt suður að Hólavatni í Gaulverjabæjarhreppi. Afrennsli þess vatns nefnist Baugsstaðasíki.
Haustið 1903 stofnuðu bændur í Hraungerðis- og Villingaholtshrepp með sér samtök um rjómabú til smjörgerðar. Rjómabúið eða rjómaskálin eins og það var nefnt í þá daga, var reistur við Hróarsholtslæk, í landi jarðarinnar Vola, skammt vestan gömlu brúarinnar. Lækurinn var stíflaður með miklum trjám og timburflekum til að hækka vatnsborðið. Þetta rjómabú var starfrækt frá 1905 til 1929. Annað rjómabú var stofnað árið 1904 af 48 bændum úr Stokkseyrarhreppi og nágrannahreppum hjá Baugsstöðum skammt frá Stokkseyri, og starfaði það til 1952, lengst allra rjómabúa á Íslandi. Árið 1971 var stofnað varðveislufélag um rjómabúið á Baugsstöðum. Frá 1975 hefur rjómabúið á Baugsstöðum verið opið almenningi sem safn. Tæki þess eru upprunaleg og eru þau gangsett fyrir gesti.
Fischersetur Selfossi
Íslenski bærinn
Austur-Meðalholt er dæmigerður sunnlenskur torfbær frá lokum 19. aldar. Fáir slíkir bæir eru til á landinu og hefur mikið verið lagt í þróun þessa bæjar og varðveislu. Íslenski torfbærinn endurspeglar sögu og lifnaðarhætti Íslendinga í aldanna rás.
Þuríðarbúð
Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur formann og horfna starfshætti.
Þuríður Einarsdóttir formaður var fædd árið 1777, dáin 1863. Hún fór í sinn fyrsta róður ellefu ára gömul á bát föður síns en 17 ára varð hún háseti upp á fullan hlut hjá bróður sínum. Síðan stundaði hún sjósókn í rúma hálfa öld eða til 1843 en þá hætti hún sjómennsku sökum heilsubrests. Mestan þann tíma var hún formaður á bátum. Þótti hún góður formaður, útsjónarsöm, varkár en samt áræðin og vinsæl meðal háseta. Einstakt þótti að kona væri formaður á bát. Hún klæddist karlmannsfötum að jafnaði vegna sjómennskunnar en til þess þurfti leyfi sýslumanns.
Á Stokkseyri skiptu sjóbúðir eins og Þuríðarbúð tugum á seinni hluta 19. aldar. Þær voru hlaðnar úr torfi og grjóti. Bálkar voru meðfram veggjum og í þeim sváfu tveir og tveir saman og voru þeir kallaðir lagsmenn. Sjóbúðirnar voru allt í senn; svefnskáli, matstofa og dagstofa vermanna.
Þuríðarbúð var endurhlaðin árið 2001 undir stjórn Guðjóns Kristinssonar hleðslumeistara.
Þuríðarbúð var endurhlaðin árið 2001 undir stjórn Guðjóns Kristinssonar hleðslumeistara.
Aðrir
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 895-0020
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 895-0020, 483-1202, 483-1600