Íslenski hesturinn svarar tölvupóstum ferðamanna í sumar
Ný herferð fyrir áfangastaðinn Ísland miðar að því að gera upplifun ferðamanna sem besta með því að minnka áreiti af vinnunni í fríinu.
Markaðsstofa Suðurlands er samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Suðurlandi um ímyndarsköpun, þróun og markaðssetningu áfangastaðarins í heild. Markaðsstofan markar stefnu fyrir ferðaþjónustu innan landshlutans í gegnum áfangastaðaáætlun ásamt því að sinna fjölþættu kynningarstarfi og ráðgjöf til fyrirtækja varðandi markaðssetningu.