Fara í efni

MSS

Markaðsstofa Suðurlands er samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Suðurlandi um ímyndarsköpun, þróun og markaðssetningu áfangastaðarins í heild. Markaðsstofan markar stefnu fyrir ferðaþjónustu innan landshlutans í gegnum áfangastaðaáætlun ásamt því að sinna fjölþættu kynningarstarfi og ráðgjöf til fyrirtækja varðandi markaðssetningu.

Lesa meira

Fréttir úr starfinu

 • Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

  Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

  Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbygginarsjóð Suðurlands 2021, seinni úthlutun.
 • SKRÁNING Á VESTNORDEN 2021 OPIN TIL 5. SEPTEMBER

  SKRÁNING Á VESTNORDEN 2021 OPIN TIL 5. SEPTEMBER

  Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin á Reykjanesi dagana 5.-7. október 2021. Á Vestnorden koma saman ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og ferðaheildsalar víðsvegar að úr heiminum. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og aðrir boðsgestir. Í tengslum við Vestnorden gefst ferðaheildsölunum auk þess kostur á að fara í kynnisferðir til landanna þriggja.
 • Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi kíktu í heimsókn

  Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi kíktu í heimsókn

  Starfsfólk Markaðsstofu Suðurlands og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi áttu fund í morgun þar sem frambjóðendur kynntu sér starfsemi Markaðsstofunnar og ræddu málefni ferðaþjónustunnar á Suðurlandi. Er þetta í fyrsta skipti sem fra…
 • Leiðbeiningar vegna samkomutakmarkana til rekstraraðila

  Leiðbeiningar vegna samkomutakmarkana til rekstraraðila

  Í framhaldi af reglugerð um samkomutakmarkanir, hafa verið gefnar út uppfærðar leiðbeiningar til rekstraraðila. Annars vegar tjaldsvæða- og hjólhýsasvæða og hins vegar fyrir veitingastaði, kaffihús, krár og bari.

Helstu verkefni

Áfangastaðaáætlun Suðurlands
Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð með ferðaþjónustuna sem útgangspunkt. Í áætluninni er sett fram skýr framtíðarsýn ferðaþjónustunnar á Suðurlandi ásamt markmiðum, áherslum, áskorunum, tækifæri og aðgerðum. Áfangastaðaáætlun skapar því þá umgjörð og ramma sem svæðið leggur áherslu á í uppbyggingu og þróun áfangastaðarins Suðurlands.
Vitaleiðin
Síðastliðið ár hefur Markaðsstofa Suðurlands unnið í samvinnu við sveitarfélögin Árborg og Ölfus að nýrri ferðaleið við suðurströndina, Vitaleiðin, auk þess voru aðrir hagsmunaðilar á svæðinu kallaðir að borðinu við kortlagningu leiðarinnar.
Matarauður Suðurlands
Matarauður Suðurlands er matartengt verkefni hjá Markaðsstofu Suðurlands þar sem grunnurinn var unninn í samvinnu við Matarauð Íslands. Suðurland er auðugt að fjölbreyttu hráefni, hvort sem er af sjó eða landi og styrkir verkefnið ekki aðeins stoðir undir ferðaþjónustuna heldur einnig landbúnaðinn og sjávarútveginn.