Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vinna við uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands er hafin

Nú á haustmánuðum hefur vinna við uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands verið í fullum gangi. Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlun fyrir ferðaþjónustuna þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.

Nú á haustmánuðum hefur vinna við uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands verið í fullum gangi. Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlun fyrir ferðaþjónustuna þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. Fyrsta áfangastaðaáætlun var unnin fyrir Suðurland árið 2017 og var hún birt 2018, síðan þá hefur Markaðsstofa Suðurlands unnið að fjölbreyttum verkefnum sem listuð voru upp í áætluninni. Dæmi um verkefni unnin hafa verið út frá gildandi áætlun er ferðaleiðin Vitaleiðin sem nær frá Selvogsvita í vestri að Knarrarósvita í austri, handbækur um gerð hjóla- og gönguleiða, samantekt á Matarauði Suðurlands sem og ýmsar greinar og myndbönd sem draga fram jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar á samfélög. Auk þess hafa sveitarfélög og aðrir hagaðilar nýtt þá vinnu sem unnin var við gerð Áfangastaðaáætlunina inn í sín verkefni og vinnu.

Ef við horfum til baka um þrjú ár þá sjáum við að margt hefur verið unnið í að gera umhverfi ferðaþjónustunnar betri og þannig aukið jafnvægi á milli náttúru, samfélags og ferðaþjónustunnar. Heilmikil uppbygging hefur átt sér stað í stígagerð, gerð útsýnispalla og merkinga, samtal á milli ólíkra aðila hefur aukist sem og almenn gæði. Þó svo að staðan í dag sé ansi sérstök þar sem algjört frost er hjá ferðaþjónustunni vegna heimsfaraldsins þá gefur sú staða okkur visst tækifæri til að staldra við og skoða hvernig viljum við að umhverfi ferðaþjónustunnar og ferðaþjónustan í heild sinni verði þegar heimurinn opnast aftur og ferðamenn byrja að sækja Ísland og Suðurland heim. Hér erum við komin með tækifæri að vinna með fyrirbyggjandi aðgerðir í stað viðbragða.

Nú líður að lokum gildistíma áætlunarinnar og því kominn tími til að vinna að uppfærðri áætlun sem gildir til næstu þriggja ára, 2021-2023. Mikilvægt er að fá innlegg frá sem flestum inn þá vinnu svo að hún endurspegli svæðið og mun því vera opinn fundur á Zoom miðvikudaginn 25. nóvember kl. 13.00 þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í. Dagskrá og hlekkur á fundinn verður auglýst síðar.