Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vetrarfrí fjölskyldunnar

Nú fer að líða að vetrarfríum í skólum á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Líkt og í haust ætlum við að leggja áherslu á Vetrarfrí fjölskyldunnar.
Við munum kynna fjölbreytta möguleika sem fjölskyldan getur gert saman, á Suðurlandi í vetrarfríinu, í fréttamiðlum og á netmiðlum. Við munum leitast við að kynna fjölskylduvæna þjónustu og afþreyingu.
 
Eins og síðastliðið haust þegar við fórum af stað með þetta verkefni, viljum við bjóða aðildarfyrirtækum Markaðsstofunnar að taka þátt í þessu með okkur. Það er hægt að gera með ýmsum hætti s.s. bjóða afslætti, vera með tilboð eða sérstaka uppákomu/viðburð í vetrarfríinu. Einnig ef þið eruð með vöru eða þjónustu sem er sérstaklega fjölskylduvæn og eruð með hugmynd um hvernig hægt er að tengja hana við vetrarfríin á annan hátt þá endilega sendið okkur línu.
Þau fyrirtæki sem taka þátt í þessu verkefni eru sérstaklega kynnt í texta um vetrarfríin á hverju svæði.

Hér koma dagsetningar fyrir vetrarfríin. Þetta eru í raun þrjú tímabil, tvö í febrúar og eitt í mars. Alltaf tveir til fjórir dagar í kringum helgi. Þetta er aðeins mismunandi eftir skólum  t.d. eru skólar í Árborg ekki með vetrarfrí á sama tíma og skólar í Reykjavík eða á Hornafirði.
 
Vetrarfrí á Suðurlandi og í Reykjavík
14.- 26. febrúar
7. - 10. mars 
21.-24. Mars
 
Ef þið hafið áhuga á að vera með í þessu verkefni og/eða hafið einhverjar spurningar þá endilega sendið póst á Önnu Valgerði - anna@south.is 

 


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn