Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Súpufundir Markaðsstofu Suðurlands

Í tilefni af 10 ára afmæli Markaðsstofu Suðurlands er aðilum Markaðsstofunnar boðið að koma á súpufundi sem haldnir verða víðsvegar um Suðurland í nóvember.

Á fundunum mun Brynjar Þór Þorsteinsson halda fræðsluerindi um markaðsaðgerðir fyrirtækja í breyttu umhverfi ferðaþjónustu. Brynjar Þór er Lektor við Hákskólann á Bifröst og sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði markaðsmála.

Á fundunum gefst aðilum kostur á að hittast og efla það mikilvæga samtal sem nauðsynlegt er fyrir þróun og sameiginlega sýn ferðaþjónustunnar á Suðurlandi.

Mismunandi áherslur verða á fundunum til þess að gefa aðilum i sama fagi kost á að hittast og ræða saman:

Ferðaþjónustuaðilar í afþreyingu

Ferðaþjónustuaðilar í gistingu

Ferðaþjónustuaðilar í veitingum

 

Súpurfundurnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

 

Súpufundur með áherslu á veitingar verður haldinn:

19. nóvember kl. 11:30 á Hótel Flúðum

 

Súpufundur með áherslu á gistingu verður haldinn:

19. nóvember kl. 18:00 í Fjölheimum á Selfossi

 

Súpufundir með áherslu á gistingu og veitingar verða haldnir:

26. nóvember kl. 12:00 á Hótel Höfn

27. nóvember kl. 11:30 á Icelandair hótel Vík

 

Súpufundir með áherslu á afþreyingu verða haldnir:

26. nóvember kl. 18:00 á Hótel Skaftafelli

27. nóvember kl. 18:00 í Hvolnum á Hvolsvelli

 

Boðið verður upp á súpu og brauð á fundunum og því er mikilvægt að skrá sig.

Allir aðilar Markaðsstofu Suðurlands eru velkomnir.

Skráningu má finna hér

 

 

 


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn