Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Suðurland tekur þátt í ferðakaupstefnunni Vestnorden á Akureyri

Suðurland tekur þátt í  ferðakaupstefnunni Vestnorden á Akureyri
Dagný, Ragnhildur og Páll Marvin á Vestnorden 2018

Fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands ásamt faghópi um ferðamál á Suðurlandi taka þátt þessa dagana í ferðakaupstefnunni Vestnorden en hún er haldin dagana 2.-4. Október á Akureyri. Vestnorden er árleg ferðakaupstefna sem er haldin í samstarfi þriggja landa, Íslands, Grænlands og Færeyja og skiptast löndin á að halda hana. Vestnorden er mikilvægt tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki frá öllum þremur löndunum til að kynna sitt vöruframboð fyrir erlendum ferðaheildsölum og blaðamönnum.

Fulltrúar kynna Suðurland í heild sinni með áherslur á svæðin þrjú og afþreyingu, en Suðurland Luxury Travel Guide veitti áfangastaðnum verðlaun sem útivistar áfangastaður ársins 2018 eða OUTDOOR ACTIVITY DESTINATION OF THE YEAR 2018.

 LTG verðlaun útivistar áfangastaður 2018

Kort


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn