LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Norður Ameríku markaður að vakna aftur til lífs

13 og 14 apríl síðastliðinn stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofu á Norður Ameríku markaði. Vinnustofan var rafræn og voru 23 aðilar frá Íslandi skráðir til leiks. Rúmlega hundrað ferðaheildsala og ferðafyrirtæki voru skráð á vinnustofuna. Það var greinilegt á spjalli við þessa aðila að þau hafa fundið fyrir mikilli aukningu á fyrirspurnum um ferðir til Íslands undan farnar vikur. Hið sama má segja með íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, þar hefur orðið mikil aukning í fyrirspurnum til Íslands. 

Í sumar munu Icelandair, Delta og United Airlines fljúga til og frá Íslandi og Bandaríkjunum. Í upphafi vinnustofu kom fram að 20% Bandaríkjamanna séu fullbólusettir og þriðjungur þeirra hafi fengið fyrri sprautu bóluefna. Sparnaður fólk hefur aldrei verið meiri og mikill áhugi fólk á því að komast í ferðalög og Íslands. Fólk virðist almennt tilbúið að panta sér ferðir og leita nýrra ævintýra.

Staðan á bólusetningu í Kanada er ekki jafn góð og í Bandaríkjunum. Þar er aðeins 4% fólks fullbólusett og 10% fólks hafa fengið fyrri sprautu bóluefna.

 


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn