LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Menningarkort Suðurlands

Menningarkort Suðurlands er nú komið út. Kortið er yfirlitskort sem jafnframt gildir sem afsláttarkort. Kortið veitir m.a. afslætti af aðgangseyri fyrir alla fjölskylduna og afslætti af vörum. Kortinu er nú verið að dreifa inn á öll heimili á Suðurlandi.

Útgefandi kortsins er Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og er það unnið í nánu samstarfi við söfn og sýningar á Suðurlandi. Útgáfa kortsins er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum SASS. Markmið verkefnisins er að hvetja Sunnlendinga til að heimsækja söfnin og auka almennt kynningu á söfnum og sýningum á Suðurlandi. Er það liður því að uppfylla markmið Sóknaráætlunar Suðurlands, sem er m.a. að efla og styðja við menningarstarf í landshlutanum.

Suðurland hefur margt uppá að bjóða á sviði menningar og lista. Það er svo margt að sjá og upplifa á Suðurlandi. Ekki má gleyma þeim fjölmörgu stöðum sem í boði eru í okkar landshluta. Hvort sem það er næsta helgi, vetrarfrí skólanna, sumarfríið eða önnur tækifæri, þar sem einstaklingar og fjölskyldur geta notið menningar og lista á Suðurlandi.

Beðist er velvirðingar á mistökum sem áttu sér stað í útgáfu kortsins. Heimasíða Eldheima er að sjálfsögðu eldheimar.is,

Afslættir eru veittir gegn framvísun kortsins. Menningarkort Suðurlands gildir út árið 2019. Geymið því kortið og hafið með í för þegar þið njótið þess sem Suðurland hefur upp á að bjóða.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn