Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

MARKAÐSSTOFA SUÐURLANDS Á MID-ATLANTIC

Í síðustu viku fór fram ferðakaupstefnan Mid-Atlantic sem haldin var í 27. sinn. Kaup­stefn­an var hald­in í Laug­ar­dals­höll­inni á veg­um Icelanda­ir til þess að tengja sam­an kaup­end­ur og selj­end­ur ferðaþjón­ustu í þeim til­gangi að styrkja og auka ferðamanna­straum til Íslands.

Um 240 sýningabásar voru settir upp á sýningunni þar sem hundruðir funda áttu sér stað. Markaðsstofa Suðurlands ásamt fleiri sunnlenskum fyrirtækjum mættu og kynntu starfsemi sína. Markaðsstofan átti um 40 fundi með erlendum aðilum. Auk sýningarinnar var erlendum gestum boðið í alls kyns ferðir um Suðurland. Meðal þeirra ferða sem farnar voru Gullhringur, Suðurströnd, Vestmannaeyjar auk fleiri staða.

Mid-Atlantic er viðburður sem haldin hefur verið árlega en nú hefur Icelandair tekið þá ákvörðun að halda viðburðinn annað hvert ár. Næsta verður viðburðurinn haldinn árið 2022.

Hér má sjá myndir frá kaupstefnunni.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn