Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Suðurlands 10 ára í dag!

Markaðsstofa Suðurlands fagnar 10 ára afmæli sínu í dag. Félagið, sem er sjálfseignarstofnun var sett á stofn á Selfossi 19. nóvember 2008.

Markaðsstofa Suðurlands fagnar 10 ára afmæli sínu í dag. Félagið, sem er sjálfseignarstofnun var sett á stofn á Selfossi 19. nóvember 2008.

Samkvæmt samþykktum þess er tilgangur félagsins ,,..... að efla markaðsstarf á Suðurlandi með sérstakri áherslu á að auka atvinnustarfsemi og gjaldeyristekjur á Suðurlandi. Tilgangur félagsins er að efla samstarf atvinnulífsins, sveitarfélaga, ríkisvaldsins og stoðkerfisins með öflugu markaðsstarfi innanlands sem utan með það að markmiði að bæta ímynd svæðisins og auka eftirspurn eftir hvers konar þjónustu eða atvinnustarfsemi á svæðinu."

Af tilefni af afmælinu var efnt til súpufundaraðar fyrir aðila stofunnar þar sem Brynjar Þór Þorsteinsson, Lektor við Háskólann á Bifröst, fór með fræðsluerindi um markaðsaðgerðir fyrirtækja í breyttu umhverfi ferðaþjónustu.

Á fundunum gafst aðilum kostur á að hittast og efla það mikilvæga samtal sem nauðsynlegt er fyrir þróun og sameiginlega sýn ferðaþjónustunnar á Suðurlandi.

Fyrstu fundirnir voru í dag, á afmælisdaginn sjálfan, þar sem boðið var uppá afmælistertu eins og tilheyrir á slíkum tímamótum. Næstu fundi má sjá hér.

Til  hamingju við öll sem að Markaðsstofunni stöndum. Megi næstu 10 ár vera okkur öllum jafn farsæl og árangursrík.