Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Kynningarfundur fyrir aðila í ferðaþjónustu á Suðurlandi

Markaðsstofa Suðurlands og Reykjavík Excursions (RE) bjóða til kynningarfundar um helstu niðurstöður markaðsgreiningar fyrir áfangastaðinn Suðurland sem og nýrri þjónustu RE, Flybus South. Fundurinn verður haldinn í Tryggvaskála Selfossi mánudaginn 16. janúar 2017 kl. 12.00 - 13.30. Boðið verður uppá súpu og kaffi.

Markaðsstofa Suðurlands og Reykjavík Excursions (RE) bjóða til kynningarfundar um helstu niðurstöður markaðsgreiningar fyrir áfangastaðinn Suðurland sem og nýrri þjónustu RE, Flybus South. Fundurinn verður haldinn í Tryggvaskála Selfossi mánudaginn 16. janúar 2017 kl. 12.00 - 13.30. Boðið verður uppá súpu og kaffi.

Á fundinum munu fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands kynna helstu niðurstöðu skýrslu sem unnin var af markaðsráðgjafafyrirtækinu Manhattan, en greiningin er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands. Farið verður m.a. yfir leiðarljós í markaðssetningu, helstu markhópa Suðurlands og sérstöðu svæðisins. 

Reykjavík Excursions hóf nýlega rekstur á Flúgrútu beint inn á Suðurland frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það er ljóst að með þessari nýju þjónustu opnast gríðarlega mörg tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi. Ekki bara þá sem selja gistingu, heldur ættu bílaleigur og öll afþreying að geta nýtt sér þessa nýjung til að auka viðskipti. Til að kynna vöruna og ræða samstarf og tækifæri kemur Einar Bárðarson á fundinn. Hægt er að kynna sér vöruna á https://www.re.is/flybus-south

Hvetjum við alla áhugasama að mæta á þennan áhugaverða fund um málefni ferðaþjónustunnar á Suðurlandi.

Fundurinn er öllum opinn og fer skráning fram í síma 560-2044 eða á info@south.is. Vinsamlegast takið fram fjölda þátttakenda.