LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Kynningarfundir - Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi

Kynningarfundir - Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi
Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi - kynningafundir

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Markaðsstofa Suðurlands efna til kynningarfunda vegna verkefnisins Sóknarfæri ferðaþjónustunnar. Um er að ræða nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi vegna COVID 19.

Dagskrá:

  • Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi – Þórður Freyr Sigurðsson, sviðsstjóri þróunarsviðs SASS
  • Markaðsherferð fyrir innlendan markað – Dagný H. Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands
  • Umræða og önnur mál

Verkefnið Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er þríþætt og felur í sér markaðsátak fyrir Suðurland gagnvart innlendum ferðamönnum í sumar, úthlutun verkefnastyrkja til ferðaþjónustufyrirtækja sem og sérhæfð ráðgjöf og fræðsluverkefni til stuðnings atvinnulífinu.

Fundirnir verða með rafrænum hætti, fyrir viðkomandi svæði, á eftirfarandi tímum:

“Austursvæði” A-Skaftafellsskýsla
Miðvikudagur 29. apríl kl. 14:00

Hlekkur á FB viðburð: https://www.facebook.com/events/2607314879549274/

Join Zoom Meeting: https://us02web.zoom.us/j/84300626206?pwd=dERYclc2RmdyeVg0eVlHY1BsaEhSQT09

---

“Vestursvæði” Árnessýsla
Fimmtudagurinn 30. apríl kl. 10:00

Hlekkur á FB viðburð: https://www.facebook.com/events/230244438302614/

Join Zoom Meeting: https://us02web.zoom.us/j/86354842328?pwd=WjVGdHN0aXNxdmlxb01yTCtKODJsZz09

--- 

“Miðsvæði” Rangárvalla- og V-Skaftafellssýsla og Vestmannaeyjar
Fimmtudagurinn 30. apríl kl. 13:00
Hlekkur á FB viðburð: https://www.facebook.com/events/558855081488316/

Join Zoom Meeting: https://us02web.zoom.us/j/88256103936

Fundirnir verða fjarfundir þar sem öllum þátttakendum gefst kostur á virkri þátttöku og fara þeir fram í gegnum ZOOM fjarfundarbúnað.

Við hvetjum ferðaþjónustuaðila og sveitarstjórnaraðila til að taka þátt í fundinum. Hlekk á fundinn má finna á hverjum viðburði/fundi fyrir sig sem og hér fyrir ofan.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn