LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ísland frá A til Ö

Íslandsstofa kynnti á dögunum nýjan áfanga í markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi undir merkjum Inspired by Iceland. Þessi áfangi hefur fengið nafnið "Ísland frá A til Ö" og er ætlað að fræða erlenda ferðamenn um landið. Hver landshluti er kynntur í gegnum 32 orð, eitt fyrir hvern staf í stafrófinu, sem endurspegla einkenni svæðisins. Ætlunin er að hvetja erlenda ferðamenn til að ferðast víðar um landið, á ábyrgan hátt, allt árið um kring í takti við markmið íslenskrar ferðaþjónustu.

Ísland frá A til Ö – ný vegferð í markaðssetningu áfangastaðarins
Íslandsstofa verður með fundi á Suðurlandi þar sem farið verður yfir nýjar markaðsáherslur og markhópagreiningu fyrir ferðaþjónustuna. Fundirnir eru haldnir í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands. Fundirnir eru öllum opnir óháð aðild að Markaðsstofunni.

Fundarstaðir

Þriðjudagur 17. okt. í Vík - Icelandair Hótel Vík kl. 11.00 - 13.30*
Þriðjudagur 17. okt. á Selfossi - Fjölheimar kl. 15.30 - 18.00
Mánudagur 4.des. á Höfn - Hótel Höfn kl. 12.00 - 14.30*

* boðið verður uppá súpu í hádeginu

Skráning á fundina: islandsstofa.is/fundir

Dagskrá

Áherslur og helstu verkefni Markaðsstofu Suðurlands
Dagný Hulda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands

Hverjir eru markhópar íslenskrar ferðaþjónustu - ný markhópagreining
Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu

Ísland frá A til Ö - nýjar markaðsáherslur
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu

Umræður um framtíðina 

Nánari upplýsingar um "Ísland frá A til Ö"

Nánari upplýsingar um markhópagreiningu fyrir íslenska ferðaþjónustu.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn