LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Íbúafundir vegna Áfangastaðaáætlunar DMP á Suðurlandi

Á síðustu vikum hafa verið haldnir opnir íbúafundir í tengslum við vinnu við Áfangastaðaáætlun DMP á Suðurlandi. Fundirnir hafa gengið vel og ágætlega sóttir. Tilgangur þeirra er aðalega að huga að því að rödd íbúa á svæðum Suðurlands fái líka að heyrast inni í verkefninu og niðurstöðum þess.

Auk þess að á fundinum fengu gestir stutta kynningu á þeim línum sem komnar eru fram í verkefninu þá voru lagðar fyrir fundargesti spurningar líkt og Hvert vilt þú að framlag ferðaþjónustunnar sé á svæðinu? Hvernig ferðaþjónustu viltu hafa á svæðinu? Hvernig ferðamenn viltu fá á svæðið og hvernig er hægt að laða þá að á svæðið? Fundargesti fengu tækifæri til að svara þessum spurningum hver fyrir sig auk þess að ræða í hópum. Miklar og góðar umræður fóru fram á þessum fundum og góðir punktar sem fara inn í heildarvinnu Áfangastaðaáætlunar.

Íbúafundur DMP Hvolsvöllur

Íbúafundur DMP Höfn

Íbúafundur DMP Selfoss

Íbúafundur DMP Vestmannaeyjar

Fundir hafa verið haldnir í Vestmannaeyjum, Höfn, Selfossi og Hvolsvelli.

Síðasti íbúafundurinn verður í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri þriðjudaginn 20. febrúar kl 20.00.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn