Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hleðslustöð á Flúðum

Þann 7. desmeber síðastliðinn opnuðu þau Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir á Icelandair Hótel Flúðum fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundia Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu. Hleðslustöðin stendur við Icelandair Hotel Flúðir og blasir við um leið og komið er inn í bæinn. Með tilkomu hleðslustöðvarinnar eykst þjónusta við ferðamenn sem heimsækja svæðið og íbúa þess.

Hlaðan á Flúðum er búin hraðhleðslu af tvennum toga og hefðbundinni hleðslu og er liður í því að efla umhverfismál og vegferð ferðafólks sem ferðast á vistvænum bílum um svæðið. 

Hlaðan á Flúðum er sú 47. í röðinni, en eitt af markmiðum Orku náttúrunnar er að rafbílaeigendur geti ekið áhyggjulausir um landið. vitandi hvar næstu ON hlöðu er að finna.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn