Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fjórar vörður á Suðurlandi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynnti í dag verkefnið Fyrirmyndaráfangastaðir og nýtt vörumerki þeirra. Fyrirmyndaráfangastaðir eru fjölsóttir áfangastaðir sem ferðamenn sækja allt árið um kring. Við umsjón þeirra er unnið að sjálfbærni á öllum sviðum, umhverfislegri, samfélagslegri og efnahagslegri. Fyrirmyndaáfangastaðir fá að merkja sig með vörumerkinu Varða - Merkisstaðir Íslands.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynnti í dag verkefnið Fyrirmyndaráfangastaðir og nýtt vörumerki þeirra. Fyrirmyndaráfangastaðir eru fjölsóttir áfangastaðir sem ferðamenn sækja allt árið um kring. Við umsjón þeirra er unnið að sjálfbærni á öllum sviðum, umhverfislegri, samfélagslegri og efnahagslegri. Fyrirmyndaáfangastaðir fá að merkja sig með vörumerkinu Varða - Merkisstaðir Íslands.

Staðirnir þurfa að sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að framfylgja skilgreindum viðmiðum við stjórnun og skipulagningu m.a. hvað varðar hönnun innviða, aðgengi, fræðslu, öryggi, álagsstýringu, stafræna innviði og fleira.

Fyrirmyndaráfangastaðir þurfa að uppfylla eftirfarandi þætti til að mega merkja sig sem Fyrirmyndaráfangastað á Íslandi:

  • Skilvirkt samgöngukerfi
  • Umsjónarleg ábyrgð er skýr
  • Ákvarðanir byggja á áreiðanlegum gögnum
  • Fræðsla og upplýsingagjöf til fyrirmyndar
  • Innviðir vandaðir og falla vel að landslagi
  • Grunnþjónusta fyrir gesti allt árið um kring
  • Öryggisáætlun er til staðar
  • Álagsstýringu er beitt
  • Staðurinn er fjárhagslega sjálfbær
  • Upplifun heimamanna er jákvæð
  • Upplifun gesta er jákvæð

Fjórir staðir voru kynntir sem munu hefja þá vegferð að verða Fyrirmyndaráfangastaðir Íslands og eru þeir allir staðsettir á Suðurlandi:

  • Þingvellir
  • Geysir
  • Gullfoss
  • Jökulsárlón

Þeir eru allir í eigu og umsjón Ríkisins. Stefnt er að því að á árinu 2022 verði opnað á að fleiri staðir meðal annars í eigu einkaaðila geti sótt um aðild að kerfinu. Þingvellir eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og er sá áfangastaður sem er hvað lengst komin hér á landið að verða Fyrirmyndaráfangastaður.

Sjá betur frétt hjá Stjórnarráðinu