LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vinnustofur Matarauðs Suðurlands

Nú þegar vorið er komið og farið að losna um samkomuhöft kynnum við loksins vinnustofur á Suðurlandi í tengslum við verkefnið Matarauður Suðurlands.

Vinnustofa fyrir vestursvæði verður haldin mánudaginn 25. maí frá 14:00 – 16:00 í Úthlíð Biskupstungum.

Vinnustofa fyrir miðsvæði verður haldin miðvikudaginn 27. maí frá 14:00 – 16:00 í Hlöðueldhúsinu Þykkvabæ.

Vinnustofa fyrir Vestmannaeyjar verður haldin fimmtudaginn 4. júní frá 14:00 - 16:00 í SLIPPNUM

Vinnustofa fyrir austursvæði verður haldin mánudaginn 8. júní frá 13:00 - 15:00 í Jöklaveröld Hoffelli. 

Vinnustofurnar eru liður í kortlagninu á matarhefðum og hráefnisframleiðslu á Suðurlandi og tilgangurinn að veita innblástur og finna leiðir til að skoða nærumhverfið betur og hvernig hægt er að bæta við þær mataraupplifanir sem eru til á svæðinu.

Vinnustofurnar eru ætlaðar þeim sem starfa við matvælaframleiðslu, matreiðslu, matsölu, matarferðaþjónustu á Suðurlandi og aðra sem láta sig málið varða.

Verkefni Matarauður Suðurlands er styrkt af Matarauði Íslands.

Vinsamlegast staðfestið þáttöku á helga@south.is og einnig er velkomið að senda fyrirspurnir á sama netfang.

 


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn