Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Áfangastaðaáætlun Suðurlands komin út

Áfangastaðaáætlun DMP (e.Destination Management Plan) er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samþættingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið: ✓ þarfir gesta og heimamanna ✓ þarfir fyrirtækja og umhverfis Með Áfangastaðaáætlun Suðurlands er komin heilstæð áætlun fyrir ferðaþjónustuna á Suðurlandi sem tekur tilliti til ferðaþjónustu, náttúru, menningarminja og samfélags. Áfangastaðaáætlun þessi var unnin frá apríl 2017 – maí 2018 og var hún unnin í samstarfi við hagaðila á Suðurlandi.

ÆVINTÝRAFERÐ FJÖLSKYLDUNNAR Á SUÐURLAND Í HAUSTFRÍINU

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu. Úr mörgu er að velja í afþreyingu hvort sem það er gönguferð um opin svæði, sögustaði eða svartar fjörur, hestaferð með heimafólki, fræðsla í gróðurhúsi, hellaferðir eða heimsókn í sundlaugar á svæðinu. Söfnin eru fjölmörg og víða áhugaverðar sýningar í boði fyrir alla fjölskylduna. Það má með sanni segja að Suðurland sé ævintýrakista sem geymir ógleymanlega upplifun hvort sem farið er í, ævintýraferð um Kötlu jarðvang sem endar með heimsókn á ævintýraeyjuna í suðri, spennandi ferð inn í ævintýraríkið undir Vatnajökli eða farið í ævintýralega afþreyingu á Gullna svæðinu.

Suðurland útivistar áfangastaður 2018

Við erum stolt af verðlaununum sem Luxury Travel Guide veitti áfangastaðnum Suðurlandi sem útivistar áfangastaður ársins 2018 eða OUTDOOR ACTIVITY DESTINATION OF THE YEAR 2018. Til hamingju Suðurland með flotta viðurkenningu.
Fjaðrárgljúfur og Skógaheiði opna aftur. Mynd: Umhverfisstofnun

Fjaðrárgljúfur og Skógaheiði opna aftur 1. júní

Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 1. júní, opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðunum Fjaðrárgljúfri og Skógaheiði ofan Skógafoss.

Suðurland valið útivistar áfangastaður Evrópu 2018

Ferðatímaritið Luxury Travel Guide (LTG) hefur valið Suðurland sem besta útivistar áfangastað Evrópu 2018 (e. Outdoor Activity Destination of the Year 2018).

Jólaopnun fyrirtækja 2017

Fjölmörg fyrirtæki á Suðurlandi hafa sent okkur upplýsingar um opnunartíma þeirra yfir hátíðirnar.

Neyðarrýmingaráætlun verði gos í Öræfajökli

Verði eldgos í Öræfjajökli er stefnt að því að búið sé að rýma svæðið áður. Ef eldgos hefst án fyrivara er svæðið rýmt samkvæmt meðfylgandi neyðarrýmingaráætlun

Ekkert ferðaveður

Kæru aðilar innan ferðaþjónustunnar, Við viljum biðja ykkur um að prenta út þetta skjal og hengja upp hjá ykkur svo gestir ykkar sjái til!
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála og Dagný H. Jóhannesdóttir frkv.stj. Markaðsstofu S…

Góð stemmning á Mannamótum 2017

Markaðsstofa Suðurlands ásamt öðrum Markaðsstofum landshlutanna þakka bæði sýnendum og gestum kærlega fyrir komuna á Mannamót 2017. Viðburðurinn var haldinn í flugskýli Flugfélagsins Arna sem endranær.
Frá Mannamótum 2016

Mannamót markaðsstofanna 2017

Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir ferðasýningunni Mannamót 2017 fimmtudaginn 19. janúar í Reykjavík. Tilgangurinn er að auka dreifingu ferðamanna um landið allt með því að mynda og efla tengsl á milli ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi en þrátt fyrir fjölgun ferðamanna til landsins á seinni árum eru enn mörg ónýtt sóknarfæri á landsbyggðinni og ferðaþjónustan þar í stakk búin að taka á móti fleiri gestum.

OPNUNARTÍMAR UM JÓL OG ÁRAMÓT

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um opnunartíma yfir jól og áramót.

Aukin þjónusta Kynnisferða við Suðurland

Kynnisferðir hafa aukið þjónustu við viðskiptavini sína og ferðaþjónustu á Suðurlandi. En í október hóf fyrirtækið akstur frá Keflavíkurflugvelli á Suðurland með viðkomu á BSÍ.