LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Suðurland valið útivistar áfangastaður Evrópu 2018

Ferðatímaritið Luxury Travel Guide (LTG) hefur valið Suðurland sem besta útivistar áfangastað Evrópu 2018 (e. Outdoor Activity Destination of the Year 2018).

Dómnefnd LTG er skipuð af sérfræðingum á ýmsum sviðum ferðaþjónustunnar og hefur um árabil veitt áfangastöðum sem skara fram úr einhverjum sviðum eftirsótt verðlaun og þá í mörgum flokkum.

Tímaritinu er dreift til yfir 500.000 áskrifenda og á 10.000 lúxushótel og skemmtiferðaskip um allan heim. Í því er að finna meðal annars greinar, fréttir og umsagnir um lúxusferðamennsku og fyrirtæki í þeim geira.

Forsendurnar við val á þessari viðurkenningu var hið fjölbreytta úrval afþreyingar á Suðurlandi, gott aðgengi og fjöldi náttúruperla sem skrýða áfangastaðinn.

Markaðsstofan mun nýta þetta í sínu markaðsstarfi fyrir árið 2018 og hefur m.a. hafið samvinnu með LTG í tengslum við sérstaka kynningu í þeirra miðlum, blaðamannaheimsóknir og fleira. Við hvetjum einnig aðila í ferðaþjónustu að gera hið sama.

Við erum afar stolt af þessum verðlaunum og óskum ferðaþjónustunni á Suðurlandi til hamingju með flotta viðurkenningu.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn