Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný síða Markaðsstofa Landshlutanna

Markaðsstofur landshlutanna hafa opnað sameiginlega heimasíðu.

Markaðsstofur landshlutanna hafa opnað sameiginlega heimasíðu.
Markaðsstofur landshlutanna eru sex talsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og á Suðurlandi.

Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu, sjá um útgáfumál, móttöku blaðamanna ásamt beinni markaðssetningu og  vinna að vöruþróun í ferðaþjónustu.

Markaðsskrifstofurnar starfa í samvinnu við fyrirtæki í greininni, ferðamálasamtök, atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og fl.
Fyrirtæki og stofnanir með samstarfssamninga við markaðsstofurnar eru 780 og 65 sveitarfélög. 
Markaðsstofurnar eru reknar í nánum tengslum við upplýsingamiðstöðvar.

Heimsækja má heimasíðuna hér