Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Minni sóun - endurnýting korta og bæklinga

Í samstarfi við verkefnið Umhverfis Suðurland og stærstu upplýsingamiðstöðvarnar á Suðurlandi viljum við hjá Markaðsstofunni hvetja til minni sóunar og frekari endurnýtingar korta og bæklinga.
Umhverfis Suðurland
Umhverfis Suðurland

Í samstarfi við verkefnið Umhverfis Suðurland og stærstu upplýsingamiðstöðvarnar á Suðurlandi viljum við hjá Markaðsstofunni hvetja til minni sóunar og frekari endurnýtingar korta og bæklinga. Upplýsingamiðstöðvarnar ætla að koma upp kassa þar sem ferðalangar geta skilið eftir notuð kort og bæklinga og gefið öðrum kost á að nota áfram og njóta. 

Við hvetjum alla ferðaþjónustuaðila sem vilja taka þátt til að prenta út þetta skjal og koma fyrir einhvers staðar hjá sér ásamt einhverju til að safna kortum og bæklingum saman í.
Endurnýting á kortum og bæklingum - merking