Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Litla Grá og Litla Hvít komnar til Vestmannaeyja

Mikil eftirvænting var þegar mjaldrasysturnar, Litla Grá og Litla Hvít komu til Vestmannaeyja eftir 19 tíma ferðalag frá Shanghai í Kína.

Það mátti greina létti, spennu, gleði og hamingju á aðstandendum þeirra sem stóðu að komu mjaldrana tveggja frá Shanghai í Kína. Það eru Sea Life Trust sem staðið hafa á bakvið þetta verkefni í að verða 7 ár, að finna mjöldunum nýtt heimili. Það var því mikill viðbúnaður við komu mjaldrana hingað til lands. Flogið var frá Shanghai í Kína til Kelfavíkurflugvallar og tók flugið um 10 tíma. Frá Keflavíkurflugvelli var ekið Suðurstrandarveg til Landeyjahafnar með smá stoppi á Selfossi. Alls tók ferðalagið 19 tíma frá Shanghai til Vestmannaeyja. 

Mjaldrasystur, Litla Grá og Litla Hvít, munu dvelja núna í 40 daga sóttkví og hvíla sig eftir þetta langa ferðalag. Að lokinni sóttkví munu þeim verða sleppt í Klettsvík þar sem þeim er áætlað dvelja til æviloka. Sea Life Trust sem stendur að þessu verkefni telur það jákvætt að flytja hvali aftur í sitt náttúrulega umhverfi. Ástæða þess að Sea Life Trust er að gera þetta sé að þau telji að mjaldrar, aðrir hvalir og höfrungar geti ekki þrifist í í sædýrasafni. 

Litla Grá og Litla Hvít hafa það gott í aðlögunarlauginni í Heimaey. Beluge Whale Sanctuary birti mynd á Isntagram-síðu sinni og segja að systurnar aðlagist vel, hafi það gott og borði vel. Það eru rúmlega tvö ár síðan byrjað var að vinna í koma mjaldrana til Vestmannaeyja. Verkefnið var risastór og koma Sea Life Trust er í eigu Merlin Entertainments. Forsaga þessa verkefnis er að Merlin Entertainments kaypti skemmtigarð í Shanghai í Kína þar sem fyrir voru mjaldrar. Merlin, sem á forsendum dýravelferðar er á móti því að hvalir og höfrungar séu teknir úr villtri náttúru sem sýningadýr, fór þá þegar að leita að heppilegri leið til að koma þessum sýningadýrum í ákjósanlegra umhverfi og höfðu fljótlega og eftir mikla leita að ákjósanlegum stöðum urðu Vestmannaeyjar fyrir valinu. 

Merlin Entertainments er önnur stærsta skemmtunar og afþreyinga samsteypa í heimi á eftir Disney. Til að setja stærð Merlin Entertainments í samhengi á félagið Legoland um allan heim, London Eye, Madame Tussauds, Sea Life, svo eitthvað sé nefnt. Merl­in Entertain­ment Group tók á móti 67 millj­ón­um gesta á síðasta ári og var velta sam­steyp­unn­ar um 266 millj­arðar ís­lenskra króna, þar af var hagnaður fyr­ir skatta 45,7 millj­arðar króna. Samhliða komu Sea Life Trust hafa Sæheimar í Vestmannaeyja fengið nýtt heimili og nýjan aðbúnað með nýrri gestastofu undir nafni Sea Life Trust. Gestastofan er hin glæsilegasta og tekur vel á móti gestum. 

Hægt er að fylgjast með Litlu Grá og Litlu Hvít á Instagram reikningi Beluga Whale Sanctuary 

Image