Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Frá starfsfólki Markaðsstofu Suðurlands

Aðstæðurnar sem við glímum núna við eru mjög krefjandi og munu því miður hafa einhverjar afleiðingar í för með sér. Þó svo það sé óvissuástand þá verður að horfa bjart fram á veginn og takast á við þetta ástand af æðruleysi og bjartsýni. Við viljum hvetja samstarfsaðila til að vera í góðu sambandi við okkur.

Kæru félagar og vinir,

Aðstæðurnar sem við glímum núna við eru mjög krefjandi og munu því miður hafa einhverjar afleiðingar í för með sér. Þó svo það sé óvissuástand þá verður að horfa bjart fram á veginn og  takast á við þetta ástand af æðruleysi og bjartsýni. Við viljum hvetja samstarfsaðila til að vera í góðu sambandi við okkur.

Starfsemi Markaðsstofu Suðuralnds mun halda áfram með smá aðlögun í ljósi gildandi samkomubanns. Við höldum áfram að sinna þeim verkefnum sem eru á dagskrá og halda áfram að kynna Suðurland og stuðla að því að byggja undir jákvæða ímynd svæðisins. Við munu sinna markaðssetningu af krafti þannig að Suðurland verði ofarlega í hugum ferðamanna þegar yfirstandandi ástandi lýkur. Við ætlum að vera tilbúin til að fara af stað um leið og þessu tímabili lýkur og verður blásið til sóknar í markaðssetningu, bæði innanlands og á erlendum mörkuðum.

Nú eru í undirbúningi tvö verkefni sem fjármögnuð verða af stjórnvöldum og er ætlað að minnka neikvæð áhrif af ferðabanninu. Undirbúningur að innlendu markaðsátaki er nú þegar hafin og leiðir Ferðamálastofa það verkefni, sem við hjá Markaðsstofu Suðurlands komum að, bæði í undurbúningi og framkvæmd. Markaðmið þess átaks er að fá landsmenn til að ferðast innanlands og upplifa allt það frábæra sem Ísland hefur uppá að bjóða. Viljum við hvetja öll fyrirtæki að fara yfir sín markaðsmál með tilliti til þess s.s. huga að vöruframboði, efnissköpun, íslenska hluta vefsíðunnar, aðgengi að bókun á vefsíðu og fleira til að vera sem best tilbúin þegar blásið verður til sóknar. Mikilvægt er að vera sem best undirbúinn, vera sýnilegur og móttækilegur fyrir þessu átaki.

Því er gott að nýta tímann núna í þessu óvissuástandi að líta inná við og fara yfir sín mál, s.s. grunnskráningu í gagnagrunn Ferðamálastofu, flokka og aðrar upplýsingar á vefnum okkar www.south.is sem og annað sem tengist markaðssetningu innanlands.

Við hjá Markaðsstofu Suðurlands getum lagt ykkur lið í markaðsmálum og farið yfir markaðsmál fyrirtækisins með ykkur og boðið upp á fjarráðgjöf ef þess er óskað.

Ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað með eða orðið ykkur innan handar, endilega hafið samband á tölvupósti á info@south.is eða í síma 560 2050.

Einnig ef þið hafið óskið eftir annari ráðgjöf er varðar reksturinn s.s. rekstraráætlun, fjármögnun, hagræðingarmöguleika eða annað getum við aðstoðað ykkur með að komast í fjarráðgjöf hjá ráðgjöfum SASS, sem veita aðstoð að kostnaðarlausu.

Enn og aftur, við viljum hvetja samstarfsaðila til að vera í góðu sambandi við okkur.

Kær kveðja

Starfsfólk Markaðsstofu Suðurlands