Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Atvinnuskapandi nemendaverkefni SASS

Samtök sunnlenskra sveitafélaga stendur að verkefninu Atvinnuskpanadi nemendaverkefni á Suðurlandi. Verkefninu er ætlað að hvertja til samstarfs milli nemenda og fyrirtækja, stofnana og sveitafélaga á Suðurlandi.

Samtök sunnlenskra sveitafélaga (SASS) stendur að verkefninu Atvinnuskpanadi nemendaverkefni á Suðurlandi. Verkefninu er ætlað að hvertja til samstarfs milli nemenda og fyrirtækja, stofnana og sveitafélaga á Suðurlandi. Um er að ræða frábært tækifæri þar sem nemendur vinna raunhæf lokaverkefni á háskólastigi eða á fjórða stigi framhaldsskóla, með það að markmiði að vinnan leiði til atvinnu- og/eða nýsköpunar í landshlutanum. Þetta geta verið verkefni að nýjum vörum, þjónustu, framleiðslutækni eða sókn in á nýja markaði. Verkefnin geta snúið að gerð viðskiptaáætlanan, vöruhönnunar, markaðsgreiningar, fýsileikakannanir, þjónustukannanir, greining á framleiðsluferlum eða hönnun á framleiðslu- eða söluferlum, sem dæmi. 

Nánar má lesa um verkefnið á vef SASS, sjá nánar hér

Mikill ávinningur getur hlotist út úr verkefni sem þessu og því mælum við eindregið með því að nemendur og fyrirtæki kynni sér verkefnið og komi af stað samstarfsverkefnum.