Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Aðilar í vinnuhópum á vestur- og miðsvæði heimsóttir

Verkefnastjórar komu endurnærðir til baka eftir sumarfrí og eru að klára undirbúning fyrir vinnufundi svæða. Einn liður í því er að heimsækja aðila í vinnuhópum til að ná betri tenginu og heyra hvað það er sem helst brennur á þeim, í síðustu viku var farið á vestursvæðið og miðsvæðið.
Urriðafoss
Urriðafoss

Gaman var að heyra hvað fólk er jákvætt fyrir þessu verkefni og viljugt að koma að áfangastaðaáætlun fyrir Suðurland enda mikil þörf að ná utan um alla þá þætti sem snúa að ferðamönnum, íbúum, fyrirtækjum og náttúrunni. Miklar og sterkar skoðanir heyrðust sem og ákveðinn rauður þráður í sambandi við nettengingu, samgöngur og viðhorfi gangvart ferðamönnum.

Unnið er að lokaskipulagi fyrir fyrstu vinnufundi svæða sem hefjast í byrjun september þar sem yfirskriftin er „Hver er staðan?“, þ.e. Einkenni svæðisins skoðuð, helstu tækifæri og áskoranir dregnar fram og unnið úr þeim.

#DMPSuðurland #elskumSuðurland #DMP