Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

AÐALFUNDUR OG FRAMBOÐ TIL STJÓRNARSETU

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands fer fram föstudaginn 31. mars nk. kl. 12:30 – 14.00 á Fosshótel Heklu. Boðið verður uppá súpu frá kl. 12:00 fyrir þá sem vilja. 

Dagskrá

  • Formaður stjórnar opnar fundinn – Ása Valdís Árnadóttir
  • Tilnefning fundarstjóra
  • Yfirlit ársins 2016 og verkefna- og fjárhagsáætlun MSS 2017 - Dagný H. Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MSS
  • Ársreikningur 2016 - Þórður Freyr Sigurðsson stjórnarmaður MSS
  • Kosning og skipun nýrrar stjórnar
  • Tilnefning skoðunarmanna ársreiknings
  • Önnur mál

Samkvæmt nýjum samþykktum Markaðsstofunnar mun aðalfundur, skipaður aðildarfyrirtækjum stofunnar, kjósa 2 fulltrúa í stjórn Markaðsstofunnar fyrir starfsárið 2017/2018 og sitja þar fyrir hönd Ferðamálasamtaka Suðurlands. 

Við auglýsum því hér með eftir framboðum til stjórnar Markaðsstofunnar fyrir starfsárið 2017/2018. Framboðsfrestur rennur út viku fyrir aðalfund, eða föstudaginn 24. mars nk. Til að senda inn framboð eða fá nánari upplýsingar endilega hafið samband við Dagný -  dagny@south.is eða í síma 560-2032.

Málþing og árshátíð Markaðsstofunnar verða haldin að loknum aðalfundi - sjá nánar um dagskrá og upplýsingar um skráningu er að finna hér.

 


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn