Flýtilyklar
Um samstarf MAS
Markaðsstofur hafa nú verið stofnaðar í öllum landshlutum og eru sjö talsins, þ.e.a.s. á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi og Vesturlandi, á Vestfjörðum og Reykjanesi auk Höfuðborgarstofu. Á milli stofanna ríkir farsælt og gott samstarf. Þá eiga Markaðsstofur Landshlutanna í góðu samstarfi við Ferðamálastofu og Íslandsstofu.
Markaðsstofur landshlutanna vinna að sameiginlegum hagsmunamálum, samræmt útlit er á landshlutabæklingum og vefsíðum, standa fyrir sameiginlegum viðburðum o.fl. sem stuðla að sameiginlegri markaðssetningu, m.a. Mannamótum.
Frekari upplýsingar um samstarfið má finna á www.markadsstofur.is.