LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Stefna MSS

Tilgangur

Tilgangur Markaðsstofu Suðurlands er að vera hluti af stoðkerfi ferðaþjónustufyrirtækja og tengdri starfsemi á Suðurlandi, til að hafa yfirsýn, gæta hagsmuna, veita upplýsingar og halda utan um verkefni sem stuðla að því að auka veg ferðaþjónustunnar.

Hlutverk

Hlutverk Markaðsstofu Suðurlands er að vera leiðandi afl í að vinna með ýmsum aðilum í virðiskeðju ferðaþjónustunnar á Suðurlandi til að tryggja samstarf og samtal mismunandi hagsmunaaðila ásamt því að leiða samvinnu lykilaðila í stoðþjónustu ferðaþjónustunnar á Suðurlandi.

Þá er eitt helsta hlutverk Markaðsstofu Suðurlands er að standa fyrir öflugu markaðsstarfi fyrir landshlutann með það að markmiði að laða til hans innlenda og erlenda gesti. Markaðssóknin skal byggð á viðeigandi upplýsingaöflun og greiningum til að hámarka fjárfestingu þeirra sem að stofunni standa. Þá er það hlutverk MSS að samræma markaðs- og kynningarmál sunnlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum gestum.

Einnig er það hlutverk MSS að standa að öflugri upplýsingaöflun- og miðlun milli beinna hagsmunaaðila stofunnar.

Markmið

Markmið Markaðsstofunnar er að auka veg ferðaþjónustunnar á Suðurlandi með því að laða gesti til landshlutans sem hafa áhuga á því sem hann hefur uppá að bjóða. Þá er markmiðið að fá gesti til að dvelja á Suðurlandi og ferðast vítt og breytt um svæðið.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn