LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Samstarfsfyrirtæki

Samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Suðurlands (MSS) taka þátt í samstarfi fyrirtækja og sveitarfélaga á Suðurlandi í ferðamálum í samræmi við samstarfssamning og greiða árgjald til markaðsstofunnar. Einungis fyrirtæki sem hafa öll tilskilin leyfi frá Ferðamálastofu til rekstrar í atvinnugreininni geta orðið samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Suðurlands.

Ávinningur aðildar Markaðsstofu Suðurlands er umtalsverður og bjóðum við öll sunnlensk fyrirtæki sem starfa beint eða óbeint við ferðaþjónustu velkomin til samstarfs við okkur. Séu leyfi frá Ferðamálastofu til rekstrar í atvinnugreininni fyrir hendi, er ekkert því til fyrirstöðu að þitt fyrirtæki geti orðið samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Suðurlands.

Árgjald fyrirtækja er veltutengt og skiptist í 5 flokka – nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni hér

Til að gerast aðili fyllir þú út umsóknareyðublað sem finna má hér

Með skráningu í Markaðsstofuna fær þitt fyrirtæki:

  • Að njóta þess að vera inni í öllum markaðsaðgerðum Markaðsstofunnar.
  • Aukinn sýnileika á vefnum www.south.is og tengingar inn á þína vefsíðu og samfélagsmiðla.
  • Sérkjör af auglýsingum, sérkynningum og fleiru á vegum Markaðsstofunnar.
  • Aðgang að niðurstöðum markaðsgreininga, fundum, árshátíð, þátttökurétt í Mannamóti, kynningum, viðburðum ásamt öðrum samstarfsvettvangi á vegum Markaðsstofunnar.
  • Aðgang að tengslaneti og upplýsingamiðlun Markaðsstofunnar, innan landshlutans og utan.
  • Mögulega aðkomu og/eða þátttöku í FAM-, blaðamanna-, og kynningarferðum á vegum Markaðsstofunnar

Með því að vera hluti af stoðkerfi ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurlandi hefur þitt fyrirtæki talsmann og samnefnara innan stoðþjónustu ferðamála í landinu. Öflugt markaðsstarf er ekki byggt upp á skömmum tíma, það er stöðug vinna allt árið um kring.

 

 

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn