LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Stoðþjónusta upplýsingaveitu

Ferðamálastofa, Markaðsstofur landshlutanna, Safetravel (Slysavarnarfélagið Landsbjörg) og Íslandsstofa vinna saman að verkefni um endurskoðun kerfis opinberrar upplýsingaveitu til ferðamanna. Ör þróun ferðaþjónustu á Íslandi kallar á styrkingu stoðkerfis greinarinnar um allt land, samþættari vinnubrögð hins opinbera, skipulagðari uppbyggingu innviða og aukna áherslu á gæði og fagmennsku. Í fyrirrúmi er öryggi ferðamanna, upplifun ferðamanna og heimamanna og sjálfbær þróun ferðaþjónustunnar.

Ferðamálastofa ber ábyrgð á málaflokknum og stýrir verkefninu. Samstarf er við markaðsstofur landshlutanna og Safetravel í gegnum verkefnasamninga ásamt því að Íslandsstofa kemur að verkefninu. Unnið er í fjórum hópum sem hver um sig ber ábyrgð á forgangsverkefnum síns málaflokks sem eru öryggismál; gæða-, fræðslu- og umhverfismál; stafræn upplýsingaveita; og merkingar og auðkenni.

Markmið verkefnisins er:

  • Að uppfærðar og réttar upplýsingar um öryggismál ferðamanna séu þeim aðgengilegar á lykilstöðum um land allt sem og á vefnum allt árið um kring.
  • Að vinna markvisst að auknum gæðum í starfsemi upplýsingaveitna, t.d. í gegnum skipulagða fræðslu og endurmenntun starfsmanna og skýra og sýnilega stefnu í umhverfismálum.
  • Að samræma og samþætta opinbera, stafræna upplýsingaveitu um landið eins og framast er kostur. Tillögugerð varðandi ómannaðar stöðvar.
  • Að vinna að samræmdu útliti og merkingum á opinberri upplýsingaveitu um land allt, hvort sem um ræðir upplýsingamiðstöðvar, skilti, vefsíður, bæklinga eða annað.

Vonir standa til að nýtt og endurbætt kerfi upplýsingaveitu, sem áætlað er að taki til starfa í byrjun árs 2019, muni stuðla að markvissari og faglegri upplýsingagjöf. Slíkt kerfi er mikilvægur hluti af öryggismálum ferðamanna og mun spila þátt í stýra betur straumi ferðamanna á milli og innan svæða.

Á árunum 2017 og 2018 eru unnin forgangsverkefni við undirbúning nýs kerfis. Mikilvægt er að fá sem flesta hagaðila að borðinu á þessum tíma og óskum við því eftir virkri þátttöku opinberra aðila sem og ferðaþjónustunnar í vinnuhópum og umræðum um verkefnið.

Markaðsstofa Suðurlands stýrir samræmingu á Suðurlandi auk þess að sitja í vinnuteymi um öryggismál. Verkefnisstjóri þar er Ragnhildur Sveinbjarnardóttir og svarar hún almennum fyrirspurnum um verkefnið á viðkomandi svæði.

Nánari upplýsingar um forgangsverkefni og framgang verkefnisins má finna á vef Ferðamálastofu en einnig með því að hafa samband við Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur, verkefnisstjóra svæðisbundinnar þróunar á netfangið hrafnhildur@ferdamalastofa.is.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn