Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

World Travel Market 2016 í London

World Travel Market 2016 í London
Fulltrúar Íslands á WTM 2016

Markaðsstofa Suðurlands tekur þátt í World Travel Market sem fer fram í London dagana 7. til 9. nóvember. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku Íslands á sýningunni. World Travel Market er ein mikilvægasta ferðasýningin fyrir íslenska ferðaþjónustu og sækja hana yfir 50.000 fagaðilar ár hvert.

Margar rannsóknir eru gerðar á hverju ári í tengslum við þessa sýningu á ferðahegðun Breta og samkvæmt World Travel Market 2016 industry report er Ísland vinsælasti áfangastaður Breta fyrir árið 2017. Þetta eru ánægjulegar fréttir og sýnir enn frekar mikilvægi þess að taka þátt í viðburði sem þessum.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn