LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Viðburðadagatal á South.is

Viðburðardagatal Suðurlands, sem er hýst á vef Markaðsstofu Suðurlands á www.south.is er nú enn aðgengilegra þeim sem ætla að halda viðburð á Suðurlandi. Aðilar geta nú skráð inn viðburð beint inná síðuna með því að smella á þar til gerðan hnapp á viðburðadagatalinu og sett inn upplýsingar um viðburði á ensku og íslensku ásamt mynd.

Mikilvægt er að þeir viðburðir sem skráðir eru á vefinn séu opnir gestum, innlendum og/eða erlendum. Vefstjóri fer yfir innsenda viðburði og staðfestir, svo nokkrir dagar geta liðið frá því viðburður er settur inn þar til hann birtist á vefnum. Aðilar eru hvattir til að nýta sér þennan öfluga miðil til að koma sínum viðburði á framfæri. Hér er hlekkur á skráningu og viðburðadagatalið.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn