Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vestnorden 2016 sú stærsta hingað til

Vestnorden 2016 sú stærsta hingað til
Sýningarbás Markaðsstofu Suðurlands

Vestnorden ferðakaupstefnan var haldin í Laugardalshöll dagana 4.-6. október. Markaðsstofa Suðurlands og fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki af Suðurlandi tóku þátt eins og undanfarin ár.

Vestnorden er mikilvægur vettvangur þar sem ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi gefst kostur á að hitta og kynna vöruframboð sitt fyrir ferðaheildsölum og blaðamönnum víðsvegar að úr heiminum. Ferðakaupstefnan hófst með fyrirlestrum þar sem fjallað var um ýmis mál er lúta að ferðamálum m.a. sjálfbærni í ferðaþjónustu o.s.fv. 

Kaupstefnan var mjög vel sótt og voru 700 skráðir þátttakendur sem gerir hana þá stærstu hingað til. Vestnorden lauk svo með kveðjuhófi í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Kaupstefnan er haldin til skiptis af löndunum þremur og mun Grænland halda Vestnorden haustið 2017.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn