LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Tækifæri á Indlandsmarkaði

Fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands sátu í síðustu viku fund á vegum Íslandsstofu þar sem fjallað var um indverska ferðaþjónustumarkaðinn. Á fundinum var rætt um indverska ferðamenn, ferðavenjur, og tækifæri sem felast í komu þeirra til Íslands. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi ávarpaði gesti fundarins. Auk hans héldu Sara Grady og Deepika Sachdev erindi um indverska ferðaþjónustumarkaðinn. 

Sara Grady, forstöðumaður ferðamála hjá GlobalData í London ræddi um strauma og stefnur í ferðavenjum Indverja. Ferðalög frá Indlandi árið 2017 hafi verið 23 milljónir og búast má við að þessi talal verði komin upp í 30 milljónir árið 2020. Samkvæmt GlobalData eru Indverjar mjög heillaðir af snjó og vetrarferðamennsku.  Hér má finna kynningu Söru Gardy 

Deepika Sachdev, menningar- og ferðamálafulltrúi hjá sendiráði Íslands í Nýju-Delí talaði um stækkandi millistétt Indlands telur um 55 milljónir. Töluverð aukning er í alþjóðlegum ferðalögum á meðal Indverja og þar koma sterkar inn MICE ferðir (hvataferðir) og lúxusferðir af ýmsum toga. Einnig eru brúðkaupsferðir mjög vinsælar og þær að jafnaði farnar á tímabilinu, nóvember til febrúar. Það býður upp á tækifæri utan háannar. Hér má finna kynningu Deepika Sachdev 

Bæði Sara og Deepika töluðu báðar um góð áhrif Bollywood á Indlandi. Bollywood myndir og leikara væru mjög miklir áhrifavaldar á Indlandi. Þetta sýndi og sannaði sig þegar indverska tónlistarmyndbandið við kvikmyndina Dilwale var tekið upp á Suðulandi árið 2015. 237 milljónir hafa horft á myndbandið á Youtube og kom Íslandi á kortið hjá Indverjum.

Hér má sjá nánar um fund Íslandsstofu

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hefur fjölgun ferðamanna frá Indlandi verið að meðaltali 20% frá Júní 2017, eða þegar Hagstofa Íslands byrjaði að skrá komu Indverja.

  2017 2018 (%)
Janúar   867  
Febrúar   949  
Mars   1245  
Apríl   1470  
Maí   1849  
Júní 1787 2246 25,7%
Júlí 1664 2050 23,2%
Ágúst 1494 1661 11,2%
September 1717 2140 24,6%
Október 1979 2310 16,7%
Nóvember  1065    
Desember 1238    

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn