Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Snjósleðaferð með erlenda ferðaheildsala

Snjósleðaferð með erlenda ferðaheildsala
Ánægðir ferðaheildsalar á veitingastaðnum Glímu við Geysi.

Markaðsstofa Suðurlands skipulagði kynningarferð um Suðurlandið fyrir erlenda ferðaheildsala í tilefni af Vestnorden 2016 ferðakaupstefnunni sem haldin er dagana 5.okt. og 6. okt.

Lagt var af stað morguninn 4. október með 18 ferðaheildsala frá mismunandi löndum og var förinni heitið í snjósleðaferð upp á Langjökul með Mountaineers of Iceland.  

Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi uppsveita Suðurlands og Þorsteinn G. Hilmarsson verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands voru með í för og sagði Ásborg frá öllu því helsta sem bar fyrir augu á svæðinu.

Eftir góðar móttökur Mountaineers of Iceland og snjósleðaferðina upp á Langjökli var snæddur hádegisverður á veitingastaðnum Glímu við Geysi. Hópurinn lauk svo ferðinni með því að slaka í gufu og heitri laug í Laugarvatn Fontana.

Snjósleðar á Langjökli

Ferðin heppnaðist mjög vel og ferðaheildsalarnir ánægðir með hana og reynslunni ríkari af fjölbreytileika í náttúru og þjónustu sem í boði er á Suðurlandi. 

 


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn